Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26072
Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir hugtakinu þverþjóðleg viðskiptakarlmennska (e. transnational business masculinity). Tekið er mið af (aðallega) tveimur rannsóknum sem veita lesendum góða innsýn inn í hugarheim starfsfólks viðskiptalífsins til þess að glöggva okkur nánar á þeirri gerð karlmennsku sem miðlæg er í þessari bókmenntagreiningu. Um er að ræða annars vegar rannsókn R.W. Connell og Julian Wood „Globalization and Business Masculinities“ og hins vegar rannsókn Kristínar Loftsdóttur og Helgu Björnsdóttur „Áhættusækni í útrásargleði: Karlar og konur í bönkum og fjármálafyrirtækjum“. Einnig veltum við upp þeirri spurningu hvort siðblindir einstaklingar í efri lögum viðskiptageirans hafi með einhverjum hætti komið að mótun kyngervis þverþjóðlegrar viðskiptakarlmennsku og þá fært mörkin út á ystu nöf. Ofangreindum rannsóknum og fræðum verður beitt á hrollvekjuna Konur (2008) eftir Steinar Braga og skoðuð verður sú mynd sem þar er dregin upp af þverþjóðlegri viðskiptakarlmennsku og athugað hvort samræmi fáist á milli niðurstaðna ofangreindra rannsókna og birtingarmyndar karlmennskunnar í Konum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Margrét Helga Erlingsdóttir.pdf | 952.67 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
[Untitled].pdf | 28.77 kB | Lokaður | Yfirlýsing |