is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26073

Titill: 
  • Að verða faðir í fyrsta skipti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Að verða faðir í fyrsta skipti er heilmikil breyting í lífi margra karlmanna. Við slíkar aðstæður reyna sumir þeirra að endurmeta líf sitt og horfa til eigin upplifana úr uppvextinum og bera sig saman við sína eigin foreldra hvað viðkemur uppeldi nýja barnsins. Þeir fara þó ekki einir í gegnum þetta ferli sem meðganga og fæðing barns er heldur deila því með móðurinni. Upplifun feðra getur verið margvísleg á þessu stigi, allt frá ótta til hamingju. Rannsóknir síðastliðinna ára sýna að um tíu prósent feðra þjást af fæðingarþunglyndi. Því er nauðsynlegt að viðurkenna vanda þeirra svo hægt sé að taka á honum á viðeigandi hátt líkt og gert hefur verið í tilfelli mæðra síðastliðna áratugi. Rannsóknir á nýbökuðum feðrum og þeirra líðan eru ekki mjög margar og því er talin þörf á að athuga betur upplifun þeirra og reynslu á meðgöngutímanum, við fæðingu þeirra fyrsta barns og fyrstu árin þar á eftir.
    Á Íslandi er fjölskyldustefna og eitt af markmiðum hennar er að ná fram jafnrétti innan fjölskyldunnar, þar með talið að foreldrar geti náð jafnvægi milli heimilis og atvinnu. Það getur verið erfitt fyrir fjölskylduna að ná þessu jafnvægi og kemur það glöggt fram í því að feður nýta sér ekki rétt sinn að fullu til fæðingarorlofstöku. Það er talið vera vegna fjárhagslegra ástæðna en stærsti hluti feðra nýtir þó rétt sinn. Í jafnréttisskýrslu er meðal annars fjallað um orlofstöku feðra og hvernig virkja megi þá í orlofinu og ennfremur er þar bent á að feður þarfnist meiri stuðnings í foreldrahlutverkinu og að á Íslandi vanti vettvang fyrir þann stuðning.

Samþykkt: 
  • 12.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26073


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pdf lokaskil.pdf473.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing sgg.pdf11.15 kBLokaðurYfirlýsingPDF