is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26075

Titill: 
  • SIS - matið og hvað svo? Þörf fatlaðs fólks fyrir stuðning í daglegu lífi
  • Titill er á ensku The SIS evaluation and then what? Disabled people´s need for assistance in their daily lives
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Frá árinu 2009 hefur svokallað SIS-mat verið notað hér á landi til að meta þörf fatlaðs fólks fyrir aðstoð. Fáar rannsóknir hafa þó verið gerðar á upplifun fatlaðs fólks á matinu og hvernig það endurspeglar þjónustuþörf þess í raun. Markmið rannsóknarinnar var þríþætt: a) að varpa ljósi á reynslu og upplifun fatlaðs fólks af því að fara í SIS - mat, b) hvernig fatlað fólk upplifði matið endurspegla þörf sína fyrir aðstoð, og c) hvernig þörfum þess var mætt að mati loknu. Rannsóknin var eigindleg og fylgdi fyrirbæralegri nálgun. Gagna var aflað með opnum viðtölum við tólf einstaklinga, sex með þroskahömlun og sex með hreyfihömlun. Þátttakendur voru búsettir í Reykjavík, höfðu farið í gegn um SIS - mat og fengu aðstoð út frá Lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992. Þátttakendur lýstu góðri reynslu af því að fara í gegnum matið þótt tilgangur þess hafi ekki verið öllum fyllilega skýr. Þátttakendur með þroskahömlun töldu SIS - matið almennt endurspegla vel þörf sína fyrir aðstoð, en það átti mun síður við um þátttakendur með hreyfihömlun. Niðurstöður matsins höfðu ekki haft áhrif á þá aðstoð sem þátttakendur fengu og í ýmsum tilvikum áttu þeir rétt á meiri aðstoð hefðu niðurstöðurnar verið hafðar að leiðarljósi. Þátttakendur óskaðu eindregið eftir stöðugleika en jafnframt sveigjanleika í þjónustu og að aðstoð væri til staðar þegar hennar er þörf. Lögð var áhersla á einstaklingsmiðaðan stuðning til að lifa eðlilegu lífi og vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Mikilvægt er að fatlað fólk fái tækifæri til að skilgreina þjónustuþörf sína sjálft og viðeigandi aðstoð svo það hafi tækifæri til fullgildrar þátttöku í samfélaginu.

  • Útdráttur er á ensku

    From the year 2009 the SIS – evaluation (Supports Intensity Scale) has been used in Iceland to evaluate the need for assistance for disabled people. Few studies have reflected disabled people’s experience of the evaluation and how they consider it to reflect their need for service. The purpose of this qualitative study was threefold: a) to reflect disabled people’s experience of going through the SIS- evaluation, b) how disabled people felt the evaluation reflected their need for assistance, and c) how their needs were met following the evaluation. The research design was phenomenological. Information was gathered with open interviews with twelve individuals, six of whom had intellectual impairments and the other six had motor impairments. The participants lived in Reykjavík, had gone through the SIS – evaluation and received assistance according to the laws concerning disabled people no. 59/1992. The participants expressed a good experience of the evaluation process although its purpose was not clear to everyone involved. Participants with intellectual impairments generally thought the SIS – evaluation to reflect their need for assistance whereas those with motor impairments were more sceptical. The evaluation outcome did not influence the assistance that the participants received and in some cases they would have been entitled to more assistance if the evaluation outcome had been used as a critera. All participants asked for stable, flexible, and individualized services that would enable them to live a normal life and be a qualified member in society. It is important that disabled people have the opportunity to define the need for assistance and other congruous services themselves so they have the opportunity to participate fully in society.

Samþykkt: 
  • 12.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26075


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA Bjargey_final.pdf9.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing buh.pdf311 kBLokaðurYfirlýsingPDF