is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26078

Titill: 
  • Góður er dropinn, kaffisopinn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í dag njóta Íslendingar fjölbreytt vals þegar kemur að kaupum á kaffi og í hillum verslana er ekki aðeins að finna innfluttar tegundir af kaffi, heldur hefur framboð á íslensku kaffi aukist töluvert síðustu árin. Í þessari ritgerð er varpað ljósi á upphaf kaffibrennslu á Íslandi og þróun hennar að deginum í dag. Þá verður sýnt fram á að töluverð þróun hefur átt sér stað frá því að Íslendingar stunduðu heimabrennslu.
    Fyrst verður fjallað um forsendur fyrir upphafi kaffibrennslu sem faggreinar á Íslandi, en fyrstu kaffibrennslur á Íslandi voru svokallaðar iðnaðarkaffibrennslur. Saga þessara fyrirtækja verður sögð í suttu máli, fjallað verður um markaðsumhverfi fyrstu kaffibrennslana. Einnig verður því lýst hvernig fyrirtækin stóðu að innkaupum á kaffi sem og þróunin á tækjabúnaði fyrirtækjanna.
    Eftir það verður fjallað um straumhvörfin sem urðu á níunda áratug síðustu aldar í tengslum við kaffibrennslu hér á Íslandi, en þau urðu með tilkomu á sælkerakaffibrennslum. Fjallað verður um helstu íslensku kaffibrennslurnar sem hafa sérhæft sig í kaupum á sælkerkaffi, hvernig markaðsumhverfi þeirra hefur þróast, hvernig þau hafa staðið að kaupum á tækjabúnaði og hvaða þróun hafi átt sér stað í innkaupum á kaffibaunum hjá þessum fyrirtækjum.

Samþykkt: 
  • 12.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26078


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing ga.pdf286.96 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Ba. ritg. Gudmundur.pdf312.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna