is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26079

Titill: 
  • „Það besta sem hefur komið fyrir mig“ Reynsla samkynhneigðra af hlutverki fósturforelda
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er samkynhneigðir fósturforeldrar, reynsla þeirra af fósturforeldrahlutverkinu, hvers konar viðmóti þeir hafa mætt af hálfu barnaverndaryfirvalda, annarra fagaðila og kynforeldra. Hvort það að gerast fósturforeldri er möguleiki fyrir homma og lesbíur að gerast foreldrar?
    Viðhorf samfélagsins hefur í gegnum tíðina einkennst af fullyrðingum um að hvorki hommar né lesbíur hafi getu eða hæfni til að ala upp börn vegna kynhneigðar sinnar. Börn þurfi bæði móður og föður í uppeldinu og best sé fyrir börn að alast upp í gagnkynheigðri fjölskyldu sem er ríkjandi staðalmynd fjölskyldna í samfélaginu. Að alast upp hjá samkynhneigðum foreldrum hafi neikvæð áhrif á þroska barna.
    Fræðileg umfjöllun byggir eingöngu á erlendum fræðigreinum þar sem þekkingu á þessu sviði skortir hér á landi. Rannsóknin byggir á eigindlegum rannsóknaraðferðum en tekin voru viðtöl við þrettán samkynhneigða fósturforeldra.
    Niðurstöður sýna að samkynhneigðir fósturforeldrar telja það að gerast fósturforeldrar vissulega ein þeirra leiða er hommar og lesbíur geta farið til að verða foreldrar. Fósturforeldrahlutverkið feli í bæði lífshamingju og lífsfyllingu auk jákvæðrar reynslu sem flestir vilja alls ekki fara á mis við, en því geta líka fylgt erfiðleikar. Flestir telja að fleiri hommar og lesbíur geti hugsað sér að verða fósturforeldrar en skortur á aðgengi að almennum upplýsingum um málefni fósturbarna og fósturforeldra í samfélaginu skýri hugsanlega takmarkaðan fjölda samkynhneigðra fósturforelda. Efla þurfi almenna fræðslu um málaflokkinn meðal almennings og samhliða því þurfi að auka og efla faglega kynningu á málefninu innan Samtakanna ´78 fyrir þá sem leita leiða til að mega ala upp barn. Aukið aðgengi og upplýsingaflæði geti beint sjónum fleiri homma og lesbía að því að vilja gerast fósturforeldrar í framtíðinni og um leið fái fleiri samkynhneigðir tækifæri sem þeir annars hefðu ekki fengið til að ala upp barn sem sitt eigið.
    Lykilorð: fósturforeldrar, samkynhneigðir, viðhorf, barnaverndaryfirvöld, tækifæri.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of the essay are gay foster parents, their experience of foster parenting, the interface they have met by the child protection, other professionals and birth parents. Whether or not it is possible for gay men and lesbians to become fosterparents?
    Societies attitude through time has been influenced by the thought that neither gays nor lesbians have the ability or qualificatin to raise children because of their sexual orientation. Children need both mother and father in their upbringing and the best way for children is to grow up in a heterosexual family that is predominant stereotype of families in the community. Growing up with gay parents is thought to have negative effect on children's development.
    The theoretical discussion is only based on foreign disciplines where knowledge in this field is lacking here. The study is based on qualitative research and interviews with thirteen gay foster parents.
    Results show that gay foster parents consider becoming foster parents surely the way for gays and lesbians to become parents. The role of foster parenting covers both happiness and satisfaction as well as a positive experience that most people prefer not miss out on, but it can also have it´s difficulties. Majority of people believe that more gays and lesbians could consider themselves as foster parents but lack of public information about foster children and foster parenting in society can explain the limited number of gay foster parents. It is important to increase education on the issue among the public and also to expand and promote professional presentation of the issue within Samtökin '78 for those looking for ways to raise a child. Increased access and information can help more gay´s and lesbian´s that would like to beome foster parents in the future and at the same time more gay´s get the chance they otherwise would not to raise a child as their own.
    Password: foster parents, gay, attitude, childprotecion, opportunity.

Samþykkt: 
  • 12.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26079


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudrun_Hrefna_Sverrisdottir.pdf1.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skeyti frá skanna.pdf90.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF