is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26080

Titill: 
  • „Einbeitt frek börn?” Upplifa Íslendingar kínverska þjóðmenningu eins og þjóðmenningarvíddir Hofstede greina til um?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Rannsóknin er lokaverkefni til BA gráðu í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands. Hún fjallar um upplifun Íslendinga á kínverskri þjóðmenningu. Rannsóknin var framkvæmd sumarið 2016. Fjórir Íslendingar með reynslu af störfum á kínverskum vinnumarkaði voru fengnir til þátttöku. Áhersla var lögð á að greina upplifun þátttakenda á þjóðmenningarmun Íslands og Kína með eigindlegri rannsóknaraðferð. Tekin voru viðtöl við þátttakendurna fjóra og þau síðan skrifuð upp orð fyrir orð. Gögnin úr viðtölunum voru þá næst greind niður í þrjú þemu, það er stigveldi, forgangsröðun og viðhorf. En hvert þemanna hefur undirþætti sem freista þess að skýra afstöðu viðmælenda til viðfangsefnisins. Rannsóknarspurningin sem höfundur leitaði svara við var hvort Íslendingar upplifa kínverska þjóðmenningu eins og þjóðmenningarvíddir Hofstede greina til um. Niðurstöður sýndu fram á að upplifun viðmælendanna á kínverskri þjóðmenningu endurspegluðu þjóðmenningarvíddir Hofstede að mestu leyti. Það var einkum upplifun viðmælenda á viðhorfi Kínverja gagnvart breytingum og hve lítið þeir sýndu frumkvæði sem stakk í stúfa við kenningar Hofstede. Auk þess leiddi rannsóknin í ljós mikilvægi sér kínverska fyrirbærsins guanxi.

Samþykkt: 
  • 12.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26080


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðbjörg Helga Þorvaldsdóttir.pdf859.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_Gudbjorg_Helga.pdf25.12 kBLokaðurYfirlýsingPDF