is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26083

Titill: 
  • Hvernig hefur réttur barna til verndar gegn ofbeldi þróast?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Heimildaritgerð þessi er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Helstu viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða hvernig ofbeldi gegn börnum hefur þróast í gegnum aldirnar og ef það hafa orðið breytingar, hvað gerði það að verkum að hlutirnir breyttust, var það tíðarandinn? Urðu samfélagsbreytingar? Breyttust viðhorf?
    Rannsóknarspurningin sem höfundur leggur upp með er: Hvernig hefur réttur barna til verndar gegn ofbeldi þróast?
    Viðfangsefnið var skoðað út frá mörgum ólíkum sjónarhornum með skoðun á ólíkum heimildum um málefnið. Við þá skoðun kom höfundi mest á óvart hversu mikil og almenn mannréttindaþróun hefur orðið í heiminum, sérstaklega þar sem gætt hefur verið að réttindum og velferð barna.
    Helstu niðurstöður eru þær að klárlega hefur umgjörð um velferð barna tekið framförum bæði hér á landi sem og í löndum í kringum okkur. Velferðarkerfið sér nú til þess að réttindi barna eru tryggð, samanborið við fyrr á öldum voru það prestar sýslumenn sem áttu að sjá til þess að börn voru alin upp í guðsótta. Stofnanir á vegum ríkisins og sveitarfélögin sjá til þess að börn fá viðunandi uppeldi og þjónustu, séu ekki vanrækt og lifi við eins mikið öryggi og hægt er að veita þeim. Það hefur verið tilhneiging hjá löggjafarvaldinu að skilgreina réttindi barna enn ítarlegra eftir því sem tíminn líður með það að augum að auka velferð þeirra enn frekar innan samfélagsins

    Lykilorð: Réttindi barna, ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, heimilisofbeldi, Barnasáttmáli, lögregla, félagsráðgjafi

Samþykkt: 
  • 12.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26083


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FRG261L_IBA10_BA_skil.pdf774.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing iba.png179.89 kBLokaðurYfirlýsingPNG