Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/26087
Á síðarihluta tuttugustu aldar fékk þjóðernishyggja aukna athygli á meðal félagsvísindamanna og tók mannfræðin upp þráðinn eftir að áherslur innan fræðagreinarinnar breyttust. Hugmyndir Benedict Anderson um ímyndaða þjóð hafa spilað stórt hlutverk í að yfirfæra þjóðernishyggju inn á áhugasvið mannfræðinnar. Í þessari ritgerð fjalla ég um þróun hugmynda til þjóðernishyggju innan mannfræðinnar, fjalla um rannsóknir mannfræðinga og skoða hvað mannfræðin getur lagt að mörkum í dag. Vegna sameiginlegs hugmyndafræðilegs uppruna við þjóðernishyggju er mannfræðin tilvalin til þess að rannsaka viðfangsefnið. Hún hefur í farteskinu þekkingu á hugtakinu menningu sem miðlægt er í bæði mannfræði og þjóðernishyggju, og getur skoðað viðfangsefnið út frá gagnrýnum augum. Að undanförnu hefur þjóðernishyggja farið vaxandi í Evrópu og hefur mannfræðin getuna til þess að skoða hvað er menning, eterni og þjóð.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Hafsteinn ritgerd.pdf | 739.27 kB | Open | Heildartexti | View/Open | |
undirskrift.pdf | 454.38 kB | Locked | Yfirlýsing |