is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26088

Titill: 
  • IFRS 13 Mat á gangvirði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Mat á gangvirði byggir á breytum eins og markaðsverði, vöxtum og áhættu, IFRS 13 flokkar þessar breytur niður í þrjú þrep eftir því hversu sannreynanlegar breyturnar eru. Breytur sem falla í 1. þrep eru sannreynanlegastar og hafa mesta vægi, þær sem falla í 3. þrep eru ósannreynanlegar og hafa minnsta vægið og breytur sem falla í 2. þrep eru samblanda þar á milli. Flokkunin miðast við hversu mikið breyturnar eru háðar huglægu mati. Breytur sem flokkast undir 1. þrep eru skráð markaðsverð á virkum markaði og eru ekki háðar huglægu mati, á meðan breytur sem falla í 3. þrep byggja á útreikningum um vænta atburði í framtíðinni og eru þar af leiðandi háðar miklu huglægu mati. Gangvirðismöt geta notast við breytur úr fleiri en einu þrepi og fellur þá gangvirðismatið í sama þrep og sú breyta sem er í lægðsta þrepinu. Til dæmis myndi gangvirðismat sem notar bæði breytur úr 2. og 3. þrepi, falla undir 3. þrep gangvirðisstiga IFRS 13.
    Skoðað var hversu stórir hlutar eigna, sex skráðra félaga í Kauphöll Íslands (þrjú fasteignafélög og þrjú tryggingafélög), voru skráðir á gangvirði í gegnum rekstrarreikning undir 3. þrepi gangvirðisstiga IFRS 13. Þar að auki voru áhrif matsbreytingar eigna, metnar á gangvirði undir 3. þrepi, á rekstrarreikning félaganna einnig skoðuð.

Samþykkt: 
  • 13.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26088


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc ritgerðin-Lokaskjal.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Undirrituð yfirlýsing.jpg3.6 MBLokaðurYfirlýsingJPG