is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26092

Titill: 
  • Viðhorf og þekkingargrunnur á barnasjúkdómum og bólusetningum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um niðurstöður eigindlegrar rannsóknar sem rannsakar viðhorf foreldra gagnvart því að láta bólusetja börnin sín. Vinnsla rannsóknarinnar fór fram með viðtölum við átta foreldra þar sem þeir voru hvattir til þess að miðla reynslu sinni og viðhorfum til bólusetninga. Foreldrarnir eiga öll börn á bólusetningaaldri sem þýðir að þetta málefni á beint erindi við þá. Þáttakendur voru valdir með auglýsingu á Facebook og með snjóboltaaðferðinni. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka viðhorf foreldra gagnvart því að láta bólusetja börn sín. Í því samhengi var upplýsingahegðun foreldrana einnig skoðuð og aðrir þættir sem geta haft áhrif á afstöðu þeirra. Til að ná fram þeim markmiðum voru lagðar fram eftirfarandi rannsóknarspurningar: (1) Hver eru viðhorf foreldra gagnvart því að börnin þeirra séu bólusett? (2) Hvaða þættir hafa áhrif á viðhorf þeirra þegar afstaða er tekin til bólusetninga? Seinni spurningunni fylgja tvær undirspurningar: (a) Hvernig mótar upplýsingahegðun foreldra afstöðu þeirra? (b) Hvaða aðrir þættir hafa áhrif á afstöðu þeirra?
    Greining gagnana fékkst með grundaðri kenningu kenningu en í henni er horft til upplifunar þátttakenda. Niðurstöðurnar sýna að viðhorf foreldranna gagnvart bólusetningum barna sinna var jákvætt. Upplýsingahegðunin hafði þau áhrif að þau styrktu fyrirverandi afstöðu til bólusetninga og viðmælendurnir hafa ekki breytt neinu þegar kemur að því að láta bólusetja börn sín. Aðrir þættir sem hafa áhrif á afstöðu viðmælendana eru ríkjandi viðhorf samfélagsins, sem byggjast á þeirri sterku hefð sem skapast hefur fyrir því að láta bólusetja börn. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að félagslega net viðmælenda og samskipti þeirra við aðra ættingja og vini hafi mótandi áhrif á viðhorf viðmælenda.

Samþykkt: 
  • 13.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26092


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kfj_mis_lokaverkefni.pdf734.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
kristín friðrikka yfirlýsing.pdf313 kBLokaðurYfirlýsingPDF