is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26104

Titill: 
  • Ólafs saga Tryggvasonar. Lofgjörð um kristniboðskonung Íslendinga eða dýrlingasaga?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.A. prófs við sagnfræðideild Háskóla Íslands. Tilgangur þessarar ritgerðar er að kanna hvort Oddur Snorrason, munkur á Þingeyrum, hafi ritað sögu sína í þeim tilgangi að fá kristniboðskonunginn Ólaf Tryggvason tekinn í dýrlingatölu. Helsta rannsóknarspurning þessarar ritgerðar er því hvort saga Odds um Ólaf Tryggvason geti talist dýrlingasaga? Ef svo er ekki, hver var þá tilgangur Odds með sögunni og hvernig má skilgreina hana? Fyrst verður litið til þeirra heimilda sem varðveist hafa um Ólaf Tryggvason sem eru eldri eða mögulega samtíma Ólafs sögu Tryggvasonar. Bæði verður horft til þess hvaða heimildir Oddur gæti hafa stuðst við en einnig til þess hvað eldri heimildir sögðu um Ólaf Tryggvason. Til að komast að því hvort tilgangur Odds hafi verið að gera Ólaf Tryggvason að dýrlingi verður rýnt í söguna sjálfa. Sér í lagi trúarlegt inntak hennar og lýsingar á Ólafi Tryggvasyni sem og bakgrunn höfundar hennar og mögulegan tilgang hans. Farið verður yfir helstu deilur fræðimanna um textann sjálfan og uppruna heimilda. Auk þess verður litið til Ólafs helga Haraldssonar og sagna af honum en hann er sagður hafa lokið því verki sem Ólafur Tryggvason byrjaði á, að kristna Noreg. Ennfremur verður kannað hvernig dýrlingasögur eru skilgreindar og hvort að Ólafs saga Odds falli að einhverju leyti í þann flokk. Að lokum verður tekið til umræðu hvort saga Odds geti talist til dýrlingasagna.

Samþykkt: 
  • 13.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26104


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokagerð.pdf770.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Kjartan.pdf303.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF