is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26106

Titill: 
  • Upplifun og reynsla ungmenna af langtímaatvinnuleysi og væntingar þeirra til framtíðar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið með ritgerðinni var að fá að kynnast upplifun og reynslu ungmenna af langtímaatvinnuleysi ásamt væntingum þeirra til framtíðar. Einnig var áhersla lögð á að kanna fyrri reynslu þeirra af námi, atvinnuþátttöku sem og atvinnuleit. Ritgerðin byggir á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar sem unnin var veturinn 2014–2015. Tekin voru opin, hálfstöðluð viðtöl við átta einstaklinga á aldrinum 18–22 ára sem höfðu verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur og töldust því langtímaatvinnulausir.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu ákveðið stefnuleysi og skort á bjargráðum í námi og störfum hjá þessum einstaklingum. Þegar litið er til framtíðar töldu þeir menntun þó mikilvæga sem leið til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Aukið aðgerðarleysi í kjölfar atvinnuleysisins virtist hafa neikvæð áhrif á andlega líðan og valda þessum einstaklingum nokkrum áhyggjum. Ákvarðanataka varðandi náms- og starfsval allra einstaklinganna virtist lítt ígrunduð og áttu þeir erfitt með að skilgreina hvar áhugi þeirra lægi. Framtíðarsýn einkenndist því nokkuð af ákveðnu misræmi milli væntinga og leiða til að ná fram markmiðum sínum hvað náms- og starfsferilsþróun varðar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna mikilvægi fræðslu og ráðgjafar um nám og störf, því þátttakendur virtust skorta þau viðhorf og þá leikni sem unnið er með í náms- og starfsráðgjöf.

Samþykkt: 
  • 13.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26106


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Upplifunogreynslaungmennaaflangtimaatvinnuleysi_AdalbjorgGudmundsdottir.pdf951.12 kBLokaður til...31.12.2025HeildartextiPDF
Yfirlysing_AdalbjorgGudmundsdottir.pdf118.37 kBLokaðurYfirlýsingPDF