is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26111

Titill: 
  • Íslamófóbía. Fordómar gagnvart múslimum í hnattrænu samhengi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslamófóbíu má lýsa sem tilhæfulausri andúð gagnvart múslimum og orðræðu og hegðun tengdri áðunefndri andúð. Er ritgerðinni ætlað að veita heildræna, hnattræna sýn á stöðu mála í þessum málaflokki og jafnframt upplýsa lesandann um hvað íslamófóbía er og hver tilurð hennar er. Múslimar mega þola gífurlega fordóma víða í vestrænu samfélagi og eru þeir ýmist komnir frá stjórnvöldum, fjölmiðlum eða einstaklingum samfélagsins. Athuga ég meðal annars samfélag múslima á heimsvísu ásamt því að líta yfir kenningarlega sögu mannfræðinnar hvað íslamófóbíu varðar. Þá fjalla ég einnig um hnattvæðingu íslam og áhrif hennar á aukna fordóma og andúð gagnvart múslimum hvarvetna. Einnig kafa ég ofan í veruleika múslimskra kvenna en mega þær þola mikla fordóma frá vestrænu samfélagi af völdum samfélagslegra aðstæðna sinna. Þá er vert að nefna athugun mína á áhrif hryðjuverka múslimskra öfgamanna á ímynd múslima hvarvetna og sjálf þeirra. Íslamófóbía er raunverulegt alþjóðlegt vandamál sem sér ekki fyrir endann á ásamt því að hafa ómæld áhrif á líf ótal einstaklinga. Fordómarnir sem birtast víða í vestrænu samfélagi gagnvart múslimum eru gífurlegir og hafa þær staðalímyndir sem fordómarnir ala af sér uggvænlegar afleiðingar.

Samþykkt: 
  • 13.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26111


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
[Untitled] (7).pdf399.14 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Jóhann Páll Ástvaldsson - Íslamófóbía.pdf585.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna