is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26114

Titill: 
  • Innflytjendur á Íslandi: Fjölmenning séð í ljósi aðgerða stjórvalda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er aðlögun innflytjenda á Íslandi skoðuð út frá núverandi stefnu stjórnvalda sem og aðgerðum og lögum sem stjórnvöld hafa sett. Markmiðið er að kanna hvernig aðlögun hefur gengið fyrir sig hér á landi og hvort fjölmenningu sé að finna í íslensku samfélagi. Rannsóknin byggir á rituðum gögnum sem gefin hafa verið út af stjórnvöldum, heimasíðum þeirra aðila sem koma að aðlögun innflytjenda og fræðilegum rannsóknum. Til samanburðar verður farið yfir málefni innflytjenda og stefnur stjórnvalda í Danmörku og Svíþjóð, þar sem reynsla þessara landa af fólksflutningum er mun meiri en hér á landi. Danmörk og Svíþjóð hafa þó tekið sér ólíkar stefnur hvað varðar málefni innflytjenda en Ísland sækir gjarnan fyrirmyndir sínar þangað. Niðurstöður benda til þess að stjórnvöld á Íslandi hafi tekið seint við sér þegar kemur að því að sinna málefnum innflytjenda og hafa þá helst horft til Danmerkur þegar það kemur að aðlögun. Á allra síðustu árum hefur farið að bera meira á því að málefni innflytjenda séu skoðuð út frá fjölmenningarlegu sjónarhorni. Það má því segja að fjölmenningarsamfélagið Ísland sé þar af leiðandi ungt.
     
     

Samþykkt: 
  • 13.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26114


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf982.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf109.72 kBLokaðurYfirlýsingPDF