Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26115
Í þessari ritgerð langar mig að vinna með hugtakið heima. Ég ætla ég að fjalla um svokallaða lífstílsferðalanga og hvernig þeir skynja heima. Ritgerðinni er skipt í tvo hluta. Fyrri hlutinn er heldur fræðilegur. Fyrst fjalla ég um hnattvæðingu út frá hugmyndum fræðimannsins Arjun Appadurai. Síðan tek ég mannfræðina fyrir sem grein og hvernig hún hefur þróast í gegnum árin. Þá fjalla ég um kenningar tveggja þekkra mannfræðinga, þeirra Pierre Bourdeu og Michael Jackson, en þeir voru með ákveðnar hugmyndir hvor um sig hvað varðar verund mannsinns í heiminum. Loks fjalla ég um orðið heima og vandkvæðin í tungumálinu sjálfu. Það skiptir nefnilega máli hvernig við notum tungumálið í okkar daglega lífi og stundum getur eitt orð haft mismunandi þýðingar eftir ólíkum menningasvæðum.
Síðari hluti ritgerðarinnar snýr hinsvegar að lífstílsferðalöngum. Í honum verður fjallað um muninn á lífsstílsferðalöngum, bakpokaferðalöngum og almennum ferðamönnum. Þá verður einnig farið yfir áfangastaðina sem þessir ferðalangar kjósa og hvað gefur þeim innblástur til þess að ferðast langt og lengi frá heimalandinu. Loks verður rætt um svokallaðan kompás sem við berum öll innra með okkur. Í stuttu máli má fjalla um kompásinn sem þekkinguna til þess að bjarga okkur i umhverfi okkar. Kompásinn er ákveðin formgerð innra með okkur og er samofinn okkur bæði líkamlega og andlega.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
yfirlýsing.pdf | 293,09 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
BA Ritgerð Apríl Harpa 12 skemma.pdf | 372,3 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |