is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26117

Titill: 
  • Rasismi og flóttamenn í Grikklandi: Birtingarmyndir þjóðernishyggju á tímum kreppu og áhrif þeirra á flóttamenn í Aþenu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Grikkland er áfangastaður margra flóttamanna í dag og er það staðsetning landsins sem ræður för í þeim efnum. Landið er í Suður-Evrópu og liggur að Tyrklandi sem er tenging Asíu og Afríku við Evrópu. Flestir flóttamenn eru frá Írak, Íran, Afganistan, Sýrlandi, Pakistan og V-Afríku. Dyflinarreglugerð (e. Dublin Regulation) Evrópusambandsins, sem er stefna EU þegar kemur að hælisleitendum, heimilar öllum þeim löndum sem fá til sín hælisleitendur að senda þá aftur til baka til þess lands innan Evrópu sem upprunalega tók á móti hælisleitendum. Þar með hefur Grikkland orðið stór ábyrgðaraðili fyrir Evrópu í þessum málaflokki. Ítalía og Spánn eru einnig við suðurhlið Evrópu og þar má segja álíka sögu þegar kemur að flóttamönnum. Í kjölfar efnahagshruns í Grikklandi 2008 hefur þjóðernishyggja aukist til muna og hefur sú breyting haft mikil áhrif á lífsviðurværi innflytjenda í landinu, sérstaklega flóttamenn þar sem þeir eru berskjaldaðri vegna veikrar stöðu sinnar innan kerfisins.
    Markmið þessarar rannsóknar er að sýna fram á hvernig birtingarmyndir rasisma í Grikklandi hafa áhrif á líf flóttamanna í Aþenu og skoða ýmsar hliðar þjóðernishyggju í landinu, hvort sem það birtist í samfélaginu almennt eða af hendi ríkisins. Í rannsókninni er skoðuð upplifun hælisleitenda á sínu nánasta umhverfi og tengslum við þjóðernishyggju. Rannsóknin sýnir fram á hvernig flóttamenn upplifa rasisma bæði af hendi samborgara sinna í grísku samfélagi og af hendi gríska ríkisins. Rasismi samfélagsins birtist í líkamárásum og andlegu ofbeldi á meðan stofnannavæddur rasismi birtist í einangrun flóttamanna í fangelsum og varðhaldbúðum ásamt þeim ótta og óöryggi sem fylgir ótímabærri veru þeirra í landinu sem þeir vita aldrei hvenær endar. Ákveðið skjól hefur myndast innan borgarahluta Aþenu fyrir innflytjendur og flóttamenn þar sem þeir finna fyrir öryggi ólíkt öðrum hverfum borgarinnar. En einnig má finna rasisma innan flóttamannasamfélagsins, frá öðrum flóttamönnum og af hendi þeirra sem vinna með flóttamönnum.
    Rannsóknin byggist á vettvangsathugun sem var framkvæmd í Aþenu, Grikklandi á þriggja mánaða tímabili frá janúar til apríl árið 2014. Tekin voru viðtöl við átta flóttamenn.

Samþykkt: 
  • 14.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26117


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rasismi og flóttamenn í Grikklandi.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Úlfhildur Ólafsdóttir.pdf256.01 kBLokaðurYfirlýsingPDF