is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26119

Titill: 
  • Val á utanlandsferðum: Hvað ræður vali neytenda á ferðum erlendis í frí?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar neytendur ákveða að fara til útlanda í frí fara þeir í gegnum flókið kaupákvörðunarferli þar sem þeir verða fyrir áreiti markaðsráða og ytri áhrifa í umhverfinu. Neytendum stendur til boða annað hvort að skipuleggja utanlandsferðir sínar sjálfir og ferðast á eigin vegum eða að kaupa tilbúnar ferðir með ferðaskrifstofum. Viðfangsefni rannsóknarinnar var að athuga hvernig utanlandsferðir neytendur kjósa helst og hvaða eiginleikar utanlandsferða eru mikilvægir fyrir þá. Framkvæmd var megindleg rannsókn sem 421 einstaklingur tók þátt í, 74,9% konur og 25,1% karlar í öllum aldurshópum.
    Helstu niðurstöður voru þær að langflestir kjósa að skipuleggja ferðir sínar sjálfir fram yfir að bóka ferðir með ferðaskrifstofum. Helstu ástæður þess voru verð og frelsi en þátttakendur töldu sig fá meira fyrir peninginn með þessum hætti og að þeir gætu ráðið ferðinni algjörlega sjálfir. Þá þótti þátttakendum öryggi á áfangastað skipta frekar miklu máli en þjónustan sem ferðaskrifstofur bjóða upp á og fararstjóri skipta frekar litlu máli.

Samþykkt: 
  • 14.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26119


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð pdf.pdf948.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Kristjana.jpg173.94 kBLokaðurYfirlýsingJPG