Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2612
Fyrstu forskrifuðu menningarstefnur sveitarfélaga og landshlutasamtaka voru samþykktar á Íslandi árið 2001. Í dag, sjö árum síðar, hafa þrettán sveitarfélög af sjötíu og átta talsins mótað sína eigin menningarstefnu og sjö af átta landshlutasamtökum. Engin formleg greining hefur verið gerð hér á landi hvorki á menningarstefnum sveitarfélaganna né menningarstefnum landshlutasamtakanna og því hafa fáir/enginn yfirsýn yfir hver helstu einkenni þessara stefna eru.
Verkefnið er rannsókn á forskrifuðum menningarstefnum íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtaka. Rannsóknin fól meðal annars í sér greiningu á þrettán forskrifuðum menningarstefnum sveitarfélaganna og sjö forskrifuðum menningarstefnum landshlutasamtakanna og stefnusamanburði á ofangreindum stefnum við niðurstöður greininga á menningarstefnum í Evrópu og annars staðar á Norðurlöndunum. Í stefnugreiningunni á forskrifuðum menningarstefnum sveitarfélaganna og landshlutasamtakanna voru metin helstu einkenni stefnanna, hvað væri sameiginlegt með stefnum sveitarfélaganna og landshlutasamtakanna og hvað skildi þær að og að lokum áhrif byggðastefnu og menningarsamninga á menningarstefnurnar.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna meðal annars að á landsbyggðinni eru bæði forskrifaðar menningarstefnur sveitarfélaganna og landshlutasamtakanna undir töluverðum áhrifum frá byggðastefnu og þeirri hugmynd að aðgengi að menningu og afþreyingu hafi áhrif á búsetuval fólks.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Menningarstefnur_MPAritgerd_070109_GerdurJonsdottir_fixed.pdf | 573.9 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |