is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26120

Titill: 
  • Konur sem hata skvísur: Átök femínistafylkinga um bókmenntalegt gildi skvísubóka
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skvísubækur sem póstfemínísk bókmenntagrein hafa lengi þurft að burðast með lágmenningarstimpil og háðung frá hendi fræðimanna og femínista; stíll þeirra þykir léttvægur og boðskapurinn einfaldlega skaðlegur ungum konum. Í ritgerðinni kanna ég bókmenntalegt gildi þriggja vinsælla skvísubóka, Jemima J eftir Jane Green, Rachel’s Holiday eftir Marian Keyes og Undomestic Goddess eftir Sophie Kinsella. Ég legg til grundvallar kenningu Virginíu Woolf um óvinveittu Engluna í húsinu og kenningu Edwins Ardeners um samspil þaggaðrar og drottnandi menningar til þess að reyna skilja þróun feminískra hugmynda um hvað það er að vera kona.
    Niðurstaða mín er að þar sem annarrar bylgju femínistar lögðu höfuðáherslu á kröfur um rétt kvenna til jafns við karla innan heims drottnandi menningar, hafi sum svið kvenlægra gilda innan "villta svæðisins" orðið útundan; gildi sem að mati annarrar bylgju femínista eru sum hver léttvæg, en engu að síður órjúfanlegur hluti þaggaðrar kvennamenningar. Með vísun til hugmynda Woolf um Engluna í húsinu sýni ég fram á að menningarlegt gildi skvísubókmennta, eins og það birtist í Rachel´s Holiday og Undomestic Goddess, liggur í að opna konum aðgang að þögguðum menningarsvæðum og þannig taka þátt í og þróa áfram umræðuna um "hvað er að vera kona".

Samþykkt: 
  • 14.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26120


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Marinella Arnórsdóttir.pdf870.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
rafræn yfirlýsing.pdf34.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF