is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26123

Titill: 
  • Geðsjúkar söguhetjur: Andlega veikar aðalpersónur í þremur kvikmyndum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru tengslin milli kvikmynda og geðveiki skoðuð og framsetning á geðveiki í kvikmyndum verður rannsökuð út frá sjónarhorni geðveikrar aðalpersónu. Skoðaðar verða tvær erlendar kvikmyndir og ein íslensk en allar innihalda þær geðveika söguhetju. Sérstaklega verður skoðað hvernig upplifun söguhetjunnar af veikindum sínum er miðlað til áhorfenda í gegnum tæki kvikmyndagerðarinnar, ss. klippingu, sjónarhorn og lýsingu. Þá verður skoðað hvernig veikindin eru útskýrð í gegnum frásagnartæki, atburði og samræður. Í öllum þessum kvikmyndum er stöðu geðsjúklingsins í samfélaginu gefinn gaumur og einangrun hans yfirleitt undirstrikuð. Í ritgerðinni verður rannsakað hvernig frásögn af geðveiki tekst til í þessum kvikmyndum, hvaða leiðir eru færar til að setja áhorfandann í spor þess sem þjáist af geðveiki og hvaða takmörkunum kvikmyndalistin mætir við að miðla þessum upplifunum. Fyrsta kvikmyndin sem ég tek fyrir er Englar Alheimsins en hún segir frá ævilangri baráttu íslensk manns við geðklofa. Næst tek ég fyrir Taxi Driver sem fjallar um bandarískan leigubílstjóra sem smám saman missir andlega heilsu sína. Í lokin fjalla ég um Clean, Shaven (1993), aðra mynd um geðklofasjúkling sem reynir að hafa uppi á dóttur sinni sem hann hefur misst forræði yfir. Tæknilegar, listrænar og frásagnarlegar aðferðir til að lýsa aðstæðum og hugarheimum þessara persóna verða rannsakaðar. Í lokakaflanum fer ég í samanburð á þessum kvikmyndum og skoða hvað heppnast best í hverri mynd fyrir sig og hvað þær eiga sameiginlegt.

Samþykkt: 
  • 14.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26123


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð.IngólfurArason.pdf433,6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Ingólfur.pdf335,66 kBLokaðurYfirlýsingPDF