is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26124

Titill: 
  • Arðsemi og ávöxtun hlutabréfa. Er samband milli arðsemi eigin fjár og ávöxtunar hlutafjár?
  • Titill er á ensku Profitability and stock returns. Is there a link between return on equity and stock returns?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í gegnum tíðina hafa margir reynt að átta sig á því hvaða þættir hafa áhrif á hlutabréfaverð. Einn vinsælasti mælikvarðinn á velgengni fyrirtækja er arðsemi. Í þessari ritgerð er sambandið milli arðsemi eigin fjár og ávöxtunar hlutafjár rannsakað. Framkvæmd þessarar rannsóknar byggist á gögnum úr ársreikningum skráðra fyrirtækja á Aðallista Kauphallar Íslands yfir tímabilið 2011-2015.
    Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að lítið sem ekkert samband er á milli arðsemi eigin fjár og ávöxtunar hlutafjár. Þó svo að ekkert samband finnist á milli arðsemi eigin fjár og ávöxtunar hlutafjár þýðir það ekki að arðsemi eigin fjár hafi ekki áhrif á hlutabréfaverð. Arðsemi eigin fjár segir til um hvernig fyrirtæki ávaxtar það fé sem hluthafar hafa lagt til félagsins og hefur því bein áhrif á viðhorf fjárfesta til undirliggjandi virðis fyrirtækja.
    Hugsanlegar skýringar á litlu sambandi stærðanna geta verið að tímabilið sem var til skoðunar hafi verið of stutt eða þá að til sé betri mælikvarði á undirliggjandi virði fyrirtækja. Verðmatslíkön og verðkennitölur eru vinsælar leiðir til að komast að slíkum niðurstöðum vegna þess að þær fjárhagsstærðir eru byggðar á markaðsvirði en arðsemi eigin fjár er byggð á bókhaldslegum stærðum úr ársreikningi. Þó svo að arðsemi eigin fjár sé fljótleg leið til þess að átta sig á skilvirkni í rekstri er mikilvægt að bera hlutfallið saman við sambærileg félög í sama geira atvinnulífsins. Nauðsynlegt er að túlka arðsemi eigin fjár varlega því auðvelt er að misnota hlutfallið með bókhaldsbrellum og óhóflegri lántöku.

Samþykkt: 
  • 14.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26124


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Árni Þór Lárusson.pdf1.48 MBLokaður til...01.12.2030HeildartextiPDF
Yfirlýsing_ÁrniÞór.pdf45.99 kBLokaðurYfirlýsingPDF