is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26125

Titill: 
  • Útskýrir innri markaðssetning starfsánægju, skuldbindingu og starfsmannaveltu fyrirtækja?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Eitt af meginmarkmiðum fyrirtækja er að skapa arðsemi, sem gert er með ýmsum leiðum. Ein þeirra er að vera með ánægða starfsmenn í vinnu því frá ánægðum starfsmönnum koma ánægðari viðskiptavinir. Það er einnig mikilvægt að vera með skuldbundna starfsmenn, þar sem mikil starfsmannavelta getur verið fyrirtækjum kostnaðarsöm. Innri markaðssetning gegnir stóru hlutverki í að bæta starfsánægju og skuldbindingu og dregur úr uppsögnum starfsmanna. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort innri markaðssetning gæti útskýrt starfsánægju og skuldbindingu starfsmanna fyrirtækja. Þrír þættir innri markaðssetningar voru valdir; valdefling, þjálfun og umbun. Síðan var athugað hvort starfsánægja og skuldbinding starfsmanna drægi úr uppsögnum starfsmanna. Til þess að komast að því var notuð megindleg rannsóknaraðferð, þar sem spurningalisti var lagður fyrir þátttakendur. Listinn var byggður á fyrri rannsóknum og settur saman í einn heildstæðan lista. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að valdefling og þjálfun höfðu jákvæðan skýringarmátt á starfsánægju. Þjálfun og umbun höfðu skýringarmátt á skuldbindingu starfsmanna. Starfsánægja ríkti almennt og var hægt að rekja það til valdeflingar og þjálfunar. Starfsfólki fannst því ekki veitt mikil umbun á sínum vinnustað. Skuldbinding starfsmanna var ekki mikil og fólk var tilbúið að yfirgefa vinnustað sinn fljótt. Rannsóknin sýndi fram á að bæði starfsánægja og skuldbinding getur komið í veg fyrir uppsagnir starfsmanna.

Samþykkt: 
  • 14.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26125


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vonandilokautgafa-julia.pdf1,23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_20160914_0001.pdf244,3 kBLokaðurYfirlýsingPDF