is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26126

Titill: 
 • Mannauðsstjórnun í íslenskum fyrirtækjum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Frá aldamótum hafa verið miklar breytingar í starfsmannamálum margra íslenskra fyrirtækja. Mikil eftirspurn og þensla átti sér stað upp úr aldamótum en í kjölfar fjármálahrunsins haustið 2008 varð mikill samdráttur. Nú þegar bjartar horfur eru í efnahagsmálum þjóðarinnar með aukinni eftirspurn og þenslu má ætla að áhrifa gæti í starfsmannamálum fyrirtækja landsins.
  Mannauðsstjórnun er það fræðasvið sem fjallar um starfsmannamál fyrirtækja en viðfangsefnin eru mörg og málefni mannauðsstjórnunar því yfirgripsmikið.
  Markmið þessarar meistararitgerðar er að rannsaka stöðu mannauðsmála í íslenskum fyrirtækjum. Lítil þekking hefur verið hér á landi varðandi stöðu mannauðsmála innan minni fyrirtækja og er ætlunin að bæta úr því með því að kynna niðurstöður þessarar ritgerðar. Jafnframt er markmiðið að sýna fram á hver áhrif stærðar, staðsetningar, atvinnugreina og fjölskyldutengsla eru á mannauðsmál íslenskra fyrirtækja. Rannsóknin var framkvæmd með netkönnun sumarið 2016 og bárust 120 svör frá þátttakendum.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að fá íslensk fyrirtæki séu með stefnumiðaða mannauðsstjórnun þrátt fyrir að rannsóknir og fræði sanni mikilvægi hennar. Jafnframt sýna niðurstöðurnar að eftir því sem fjöldi starfsmanna innan fyrirtækja er meiri eru auknar líkur á að formlegum aðferðum og athöfnum mannauðsstjórnunar sé beitt. Einnig benda niðurstöður til þess að staðsetning og ólíkar atvinnugreinar hafi ekki afgerandi áhrif á mannauðsmál auk þess sem niðurstöðurnar sýna að fjölskyldutengsl innan fyrirtækja leiði til þess að aðferðum stefnumiðaðrar mannauðsstjórnunar er síður beitt en í almennum fyrirtækjum.

Samþykkt: 
 • 14.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26126


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAEINTAK_MS ritgerð IRS.pdf2.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlýsing.pdf793.07 kBLokaðurYfirlýsingPDF