is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26128

Titill: 
  • Samanburðarrannsókn um náms- og starfsfræðslu á unglingastigi á Íslandi, í Noregi og Danmörku
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að öðlast innsýn í náms- og starfsfræðslu í löndunum þrem, Noregi, Danmörku og á Íslandi. Áhersla var lögð á að fá fram framkvæmd náms- og starfsfræðslu og hvaða efnisþætti náms- og starfsráðgjafarnir sem þátt tóku í rannsókninni leggja helst áherslu á í náms- og starfsfræðslunni. Rannsóknin byggir á sjö viðtölum við starfandi náms- og starfsráðgjafa í löndunum þremur. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að stærsti verkþáttur náms- og starfsráðgjafa á Íslandi í náms- og starfsfræðslu sé persónuleg ráðgjöf en í Danmörku og Noregi er það fræðsla nám og störf. Viðmælendur sjá ávinning af að kenna náms- og starfsfræðslu þó svo að víða sé ekki markviss fræðsla hér á landi í samanburði við Danmörku og Noreg. Niðurstöður sýndu einnig að samanburðurinn liggur í því að í Noregi er náms- og starfsfræðslan skyldunámsgrein á unglingastigi og í Danmörku er náms- og starfsfræðslan í þemum sem eru samþætt kennslu á öllum stigum grunnskólans. Niðurstöður rannsóknarinnar eru í líkingu við það sem áður hefur komið fram í rannsóknum hérlendis að hvorki inntak, skipulag né framkvæmd náms- og starfsfræðslu stuðlar að þeim markmiðum sé náð að nemendur séu vel upplýstir um hvað taki við að mati viðmælenda. Nauðsynlegt er að náms- og starfsfræðsla verði að skyldugrein svo hún standi öllum nemendum til boða.

Samþykkt: 
  • 15.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26128


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samanburðarransókn í náms- og starfsráðgjöf 2.pdf11.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_AnnaBirna.pdf288.86 kBLokaðurYfirlýsingPDF