is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26131

Titill: 
  • Líkan um 85%-hraða á tveggja akreina vegum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í veghönnunarreglum margra landa, þar á meðal Íslands, eru þær kröfur um vegferilinn að 85%-hraði verði innan tiltekinna marka. Í þessu verkefni var skoðað hver bakgrunnur þessarar kröfu er, hver stikinn 85%-hraði er, hvernig hann er metinn fyrir óbyggðan vegkafla og gerð drög að reikniaðferð fyrir Ísland. Kröfurnar komu til þegar menn höfðu veitt því athygli að hönnunarhraði einn og sér kæmi ekki í veg fyrir að ökumenn dragi sífellt úr og auki hraða eftir kúrfum vegarins, en rannsóknir höfðu þá sýnt að þessar hraðabreytingar ullu slysum. Til að gera það kleyft að meta 85%-hraða fyrir óbyggðan vegkafla hafa erlendis verið gerðar margar rannsóknir þar sem safnað var gögnum og sett fram líkan. Niðurstöðurnar eru ólíkar og gefa sumar til kynna að það sé einkum planboginn sem ákvarði hraðann, en aðrar að fleiri stikar vegferils, umferð, umhverfi og fleira hafi marktæk áhrif. Við athugun á veghönnunarreglum kom í ljós að á seinustu árum hafa nokkur lönd breytt reglum sínum þannig að hönnuðurinn þurfi ekki að meta 85%-hraða. Til líkangerðar voru tólf mælistaðir valdir á suðvesturhorni landsins og þar mældur hraði og safnað gögnum um vegferil og fleiri þætti. Úr hraðagögnunum var reiknaður 85%-hraði og leitast við að setja vikmörk á hraðagildin og bera saman hraðamæliaðferðir. Úr gögnunum voru búnar til átján breytur til að aðhvarfsgreina við 85%-hraða. Niðurstaðan úr þessu takmarkaða gagnasafni var líkan með sex marktækum, óháðum breytum: beygjugráðu planbeygju, þverhalla, breidd akreinar, breidd bundins slitlags, ársdagsumferð og fjarlægð frá þéttbýli.
    Lykilorð: Vegagerð, Veghönnunarreglur, Vegferill, Ökuhraði, Tölfræði hraðagagna, 85%-hraði,Líkan um 85%-hraða

  • Útdráttur er á ensku

    In many countries, including Iceland, highway geometric design guidelines require the road alignment to fulfill criteria about limits on 85th-percentile speed. In this project the back-ground of these criteria and the parameter 85th-percentile speed was looked into and an attempt made to determine an Icelandic formula for this parameter. This requirement came about when researchers had observed that design speed alone does not preclude frequent speed changes on various curves and investigations had shown that these speed changes caused accidents. Numerous studies have been made in other countries where a regression equation was derived from speed measurements and field investigations. The results vary, some indicate that speed is mainly influenced by the horizontal curve while others show that various other road characteristics, traffic and environment have significant influence. Inspection of road design guidelines revealed that in recent years some countries have altered their guidelines such that the designer does not need to evaluate 85th-percentile speed. For modelling, twelve sites on the south-east corner of Iceland were chosen for speed measurements and collection of field data. The 85th-percentile speed was calculated from the speed data and an effort made to present confidence intervals and to compare the speed measurement methods. Eighteen variables were extracted from the data to regress against 85th-percentile speed. The result from this small data set was a model with six significant, independent variables: curvature change rate, superelevation rate, lane width, pavement width, annual daily traffic and distance from urban area.

Samþykkt: 
  • 15.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26131


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga Þórhallsdóttir.pdf5.86 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_16-HÞ_undirrituð.pdf114.96 kBLokaðurYfirlýsingPDF