is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26139

Titill: 
 • Besta nýting jarðhitakerfis: Samþætting auðlindar og hagrænna þátta
 • Titill er á ensku Optimal energy extraction from a geothermal system: Integration of a resource and economic factors
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ísland er ríkt af jarðvarma og jarðhitaauðlindin er Íslendingum mikilvæg. Jarðvarmi er bæði nýttur beint, til dæmis til húshitunar, og til rafmagnsframleiðslu. Á Íslandi er um 18% framleiddrar raforku seld á raforkumarkaði en um 77% er bundin í samningum við stórfyrirtæki, að mestu leyti álver.
  Tilgangur þessa verkefnis er að veita frekari innsýn inn í ýmis lykilatriði varðandi ákvarðanatöku í uppbyggingu og rekstri jarðhitavirkjunar og samspil auðlindarinnar og efnahagslegra þátta. Það er gert með því að bæta möguleika á breytilegu raforkuverði, möguleika á að semja við nýjan aðila um raforkukaup utan markaðar og möguleika á kaupum orku á heildsölumarkaði til að uppfylla hið umsamda magn, við grunnlíkan af hagnaðarhámörkun. Þannig einskorðast orkusala ekki við samkeppnismarkað og sveigjanleiki virkjunar í að uppfylla gerðan samning eykst.
  Grunntilfelli hins útvíkkaða líkans er leyst þar sem stuðst er við gildi stuðla sem þykja líkleg og/eða eðlileg. Til viðbótar eru sett fram nokkur tilfelli þar sem könnuð eru áhrif breytinga á samningi við nýjan aðila, heildsöluverði, fórnarkostnaði og kostnaði vegna úthrifa á hagnað, varmaforða jarðhitakerfis og sölumynstur. Hærra heildsöluverð veldur því að frekar er gengið á varmaforða kerfis og hagnaður minnkar. Hve mikið selt er á markaði fer eftir samanburði á framleiðslukostnaði og markaðsverði. Hve hár framleiðslukostnaður er fer aftur eftir hve mikið hefur gengið á varmaforða kerfis. Því meira sem gengið hefur á forðann, því hærri er framleiðslukostnaður og því ólíklegra að mikið sé framleitt umfram umsamið magn og selt á markaði. Umsamið magn hefur þar af leiðandi mikið að segja um hve mikið selt er á markað. Svipað gildir um hve mikið framleitt er upp í umsamið magn og hve mikið er keypt á heildsölumarkaði. Því lægra sem heildsöluverð er og því hærri sem framleiðslukostnaður er, því meira er keypt á heildsölumarkaði og minna framleitt úr jarðhitakerfi.

 • Útdráttur er á ensku

  Iceland has abundant geothermal energy resources which are important for both direct utilization like space heating and for electricity production. Roughly 18 % of produced electricity in Iceland is sold directly to the market, the rest is mostly purchased by heavy industry, particularly aluminium smelters, according to contracts.
  The purpose of this research is to give further insight into key elements regarding decision making in construction and operation of a geothermal power plant and the interaction between the resource and economic factors. This is achieved by adding possibilities for a changeable electricity price in the market, for negotiating a contract with a new buyer outside the market and for buying additional energy in a wholesale market. With these additions, energy sales are not constricted to a competitive market and the the power plant has more options in fulfilling the contract.
  A base case is presented with parameter values that are regarded as likely and/or normal. In addition, several cases where effects of changes in contract parameters, the wholesale price, opportunity cost and the cost of externalities on profits, the quantity of heat left in the geothermal system and the sales pattern are presented. A higher wholesale price causes a further reduction in the heat reserves and lower profits. How much the power plant chooses to sell in the market depends on production costs versus market price. Production costs depend on the heat reserves in the system. The lower they are, the higher the production costs. Therefore, the power plant is less likely to sell its production to the market if production costs are relatively high. The agreed quantity to be sold to the new buyer has a large effect on how much the power plant chooses to sell in the market. A similar argument holds regarding how much the power plant chooses to buy in the wholesale market to fulfil the contract. The lower the wholesale price and higher the production cost, more will be bought in the wholesale market and less will be produced form the geothermal system.

Samþykkt: 
 • 15.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26139


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sigurdur_bjornsson_ms_ritgerd_skemma.pdf1.56 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_sb.pdf234.64 kBLokaðurYfirlýsingPDF