is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26143

Titill: 
  • „Þetta er auðvitað kvennastétt og það vantar náttúrulega karlmenn í þetta.“ Saga fagþróunar náms- og starfsráðgjafar á Íslandi.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Starfsheiti náms- og starfsráðgjafa á Íslandi er lögverndað og verða þeir að hafa lokið meistaragráðu til þess að hljóta starfsleyfi í greininni. Náms- og starfsráðgjafar starfa aðallega hjá hinu opinbera líkt og aðrar kvennastéttir. Markmið þessarar rannsóknar er tvíþætt, annars vegar að kanna stöðu fagþróunar náms- og starfsráðgjafar á Íslandi og hins vegar er að komast að því hvort fagstéttin einkennist af því að teljast til hálfgildings sérfræðihóps, þar sem hún er kvennastétt. Til að fá fram sýn fagfólksins voru tekin sjö einstaklingsviðtöl við starfandi náms- og starfsráðgjafa um upplifun þeirra á stöðu og framtíð stéttar sinnar. Niðurstöður sýndu að náms- og starfsráðgjöfum þykir samfélagið skorta þekkingu á starfi þeirra. Náms- og starfsráðgjafar eru meðvitaðir um þá sérfræðiþekkingu sem þeir hafa umfram aðrar stéttir og skipar persónuleg ráðgjöf og námsráðgjöf stóran sess í daglegu starfi þeirra. Styrkja þarf faglega sjálfsmynd náms- og starfsráðgjafa og þarf fagstéttin að festa sig í sessi innan samfélagsins sem fullgildur sérfræðihópur. Að mati náms- og starfsráðgjafa er skortur á körlum í starfstéttina og þeir eru almennt óánægðir með þá mjúku ímynd sem stéttin hefur og telja þá ímynd ekki vera stéttinni til framdráttar. Niðurstöður rannsóknarinnar geta nýst sem innlegg inn í umræðuna um stöðu náms- og starfsráðgjafar á Íslandi og þá ekki síst Félagi náms- og starfsráðgjafa og skólayfirvöldum til þess að styðja við áframhaldandi fagþróun fagstéttarinnar.

  • Útdráttur er á ensku

    The profession of career guidance counsellors (CGC) in Iceland is a licensed occupation that requires a masters for practice. Career and guidance counsellors mainly work in the public sector like many other similar female dominated professions. The aim of this study is twofold, first to explore the status of the professionalisation of CGC in Iceland and on the other hand to find out whether the profession is characterized by being defined as a female semi-professional occupation. Seven in-depht interviews were conducted with practising career and guidance counsellors The results show that the professionals consider that the society lacks knowledge in their occupation. Career and guidance counsellors are aware of which knowledge base is specific to the practices and distinctive from other professions. Counseling due to psychological and social problems takes up large part of their time. It is necessary to strengthen the professional identity of the profession which also needs to be established as a true professionals. Those interviewed consider that their profession

Samþykkt: 
  • 15.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26143


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_Stella_Ólafsdóttir_2016.pdf781.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_til_Skemmu.pdf102.1 kBLokaðurYfirlýsingPDF