is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26144

Titill: 
 • Er hver vegur að heiman, vegurinn heim? Náms- og starfsferill fólks sem útskrifast úr fámennum skóla á landsbyggðinni
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Megintilgangur rannsóknarinnar var að kanna náms- og starfsferil einstaklinga sem allir eiga það sameiginlegt að hafa útskrifast úr grunnskóla í litlu sjávarþorpi á Vestfjörðum á árabilinu 1994 – 2012. Einnig var viðhorf þeirra til heimabyggðarinnar kannað og ástæður núverandi búsetu. Viðmið um þátttöku voru að hafa útskrifast úr 10. bekk Grunnskólans á Þingeyri, burtséð frá því hvort þeir áttu langa eða stutta skólagöngu að baki í þeim skóla. Könnunin fór fram í mars 2015 og var send rafrænt til þeirra 127 einstaklinga sem féllu undir viðmiðið. Alls svöruðu 89 einstaklingar á aldursbilinu 18 – 36 ára.
  Niðurstöður sýndu að mikill meirihluti þátttakenda fór í framhaldsskóla að loknum grunnskóla og fóru flestir í skóla í heimabyggð. Flestir sem voru í eða höfðu lokið framhaldsskóla völdu námsbrautir til stúdentsprófs, þrátt fyrir að margir hefðu meiri áhuga á verklegum greinum í grunnskóla. Foreldrar/forráðamenn með háskólamenntun hvöttu börn sín frekar en aðrir foreldrar til frekara náms að loknum grunnskóla, þá sérstaklega til stúdentsprófs. Flestir þátttakendur búa á höfuðborgarsvæðinu og eru störf þeirra og maka þeirra helsta ástæða þess. Störf þátttakenda eru margvísleg og eru margir enn í námi, eða hyggja á frekara nám. Flestir eru stoltir af því að kallast Dýrfirðingar og finnst þeir fara „heim“ þegar þeir fara þangað. Margir myndu flytja aftur á heimaslóðir ef atvinnutækifæri væru til staðar fyrir þá og maka þeirra. Vonast er til að þessi rannsókn opni augu ráðamanna fyrir mikilvægi þess að unga fólkið geti snúið til baka á fámennari staðina með meiri menntun og nýjar hugmyndir, til að sporna við frekari fólksfækkun.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this study was to explore academic and professional achievements of individuals that have graduated from a school situated in a small fishing village in the Westfjords between the years 1994 – 2012. Their attitudes towards the community and reasons for their current residence was also explored. Criteria for participation was graduating from the 10th grade in Þingeyri, regardless of the amount of time they had spent at the school. The survey was conducted electronically and sent to 127 individuals in March 2015. Responses came from 89 individuals 18 to 36 years old.
  The results showed that the vast majority of those who responded wento a upper secondary school close to their home town, directly after completing lower secondary school. Most of them that were attending or have completed upper secondary school chose to prepare themselves for further studies at universities even though they had been more interested in vocational subjects while attending lower secondary school. Parents with higher education were more likely to encourage their children to attain further education compared to parents with less education. The majority of participants live in the capital area of Iceland. The main reason being their own and their spouses´ careers. The participants careers vary. Many are still in school and others are adding to their education. Most are proud of their heritage and feel “at home” when visiting Þingeyri. Many would return to Þingeyri if employment opportunities existed for them and their spouses. Hopefully this study will open the eyes of politicians, on how important it is for young people to be able to return home, with new ideas, after concluding their higher education and prevent further population decline.

Samþykkt: 
 • 15.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26144


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er hver vegur...pdf655.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
ODINN_JWF09068_0487_001.pdf77.99 kBLokaðurYfirlýsingPDF