is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26149

Titill: 
 • Fjármál sveitarfélaga: Fjármálareglur
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Fjármálareglur fyrir sveitarfélög voru lögfestar 2011. Um er að ræða jafnvægisreglu og skuldareglu. Sú fyrrnefnda felur í sér að sveitarfélög skili jákvæðri rekstrarniðurstöðu á hverju þriggja ára tímabili og samkvæmt þeirri síðari skulu sveitarfélög ekki skulda meira en sem nemur 150% af reglulegum tekjum á ári hverju.
  Fjallað er um aðdraganda þess að fjármálareglurnar voru lögfestar en við hrun fjármálakerfisins árið 2008 varð betur ljóst en áður hversu alvarlegur skuldavandi sveitarfélaganna var orðinn. Einnig er fjallað um samráð ríkis og sveitarfélaga og mikilvægi þess að fjármálastjórn beggja séu í takt til þess að opinber fjármál sem stýritæki gagnist sem best.
  Til skoðunar er þróun nokkurra lykiltalna úr ársreikningum sveitarfélaga á tímabilinu 2007-2015 og þær bornar saman við töluleg viðmið Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Fjárhagsleg staða sveitarfélaganna er margbreytileg en hér eru eingöngu skoðaðar heildartölur ársreikninga allra sveitarfélaga þ.a. ekki er hægt að heimfæra niðurstöðurnar á hvert og eitt sveitarfélag.
  Út frá þróun nokkurra lykilstærða úr ársreikningum sveitarfélaga er leitast við að meta hvort hinar nýju fjármálareglur skapi nægilegt aðhald í rekstri sveitarfélaga þannig að hann standist þau lágmarksviðmið sem sett hafa verið. Það er mat höfundar að skoða þurfi lengra tímabil til þess að slíkt mat verði marktækt.

Samþykkt: 
 • 16.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26149


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjármál sveitarfélaga-fjármálareglur.pdf630.16 kBLokaður til...01.05.2030HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing_16.pdf209.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF