is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26155

Titill: 
  • „Fyrst ég gat þetta get ég allt!“ Sögur kvenna sem fóru seint í nám
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið rannsóknarinnar er að skoða sögur kvenna er hafa lokið námi sem þær hófu seint á ævinni með það að leiðarljósi að finna hvaða ávinning þær höfðu af náminu. Tekin voru hálfstöðluð djúpviðtöl við sjö konur sem eiga það sameiginlegt að hafa áunnið sér rétt til að stunda háskólanám með því að ljúka framhaldskólaprófi, eða með öðrum hætti, um eða eftir þrítugt. Viðmælendur hafa allir lokið háskólanámi í dag og sýndu niðurstöður að starfsferill þeirra hafði tekið miklum breytingum nema í einu tilfelli. Þær bera meiri ábyrgð og eru ánægðari í starfi. Annar ávinningur þeirra virtist helst vera sá persónulegi vöxtur og þroski sem átti sér stað meðfram náminu. Aðlögunarhæfni viðmælenda var mikil og birtist það í því hvernig þær tókust á við námið og breytingarnar með jákvæðni og bjartsýni í öllum tilfellum nema einu. Seigla viðmælenda kom sterkt fram í þeirra lífsþema og einkennir sögurnar að miklu leyti. Þetta kom ekki einungis fram í tengslum við námið heldur á öllum sviðum í lífi þeirra. Sjálfstraust allra viðmælenda jókst við námið og þær öðluðust meira vald yfir aðstæðum sínum.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this is to shed light on the career narrativesf women, who have gone through the adult education system and completed higher education degrees with the object of discovering what benefits they might have attained from their studies . Semi-structured interviews were conducted with seven women who shared the experience of achieving, by various means, the right to embark on university studies at or after completing upper secondary education at the age of 30. All the women interviewed have finished higher education degeesand the results show that their careers had changed considerably for the better, except in one case. They carry more responsibility and enjoy their work more. Another major improvement for them appeared to be the personal growth and development which occurred during their studies. As expected their adaptability was considerable, which shows in the way they responded to their studies and these changes with optimism and positivity, in all cases except one. Resilience is the strongest factor in their life themes and is the main characteristic of their stories. This is not only seen in connection with their studies but also in all other aspects of their lives. In every case the self-confidence of the women interviewed increased with their studies, and they felt more empowered to take charge of their lives and circumstances.

Samþykkt: 
  • 16.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26155


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrét_Hanna_2016_Fyrst_ég_gat_þetta_get_ég_allt.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Margrét Hanna Undirrituð yfirlýsing.pdf224.64 kBLokaðurYfirlýsingPDF