is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26157

Titill: 
  • Upplýsingahegðun krabbameinssjúklinga um mataræði, fæðubótarefni og lækningajurtir. Megindleg rannsókn
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Mælitæki rannsóknarinnar sem hér birtist var spurningalisti, sem siðanefnd Landspítala-háskólasjúkrahúss gaf leyfi (nr. 2/2016) fyrir. Spurningalistinn var lagður fyrir hentugleikaúrtak krabbameinsgreindra, sem sóttu þjónustu á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga, hjá Ljósinu og hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins frá 18. mars til 1. júní 2016. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á upplýsinga-hegðun krabbameinssjúklinga varðandi mataræði og notkun fæðubótarefna og lækningajurta. Jafnframt var ætlunin að rannsaka hvort þátttakendur hefðu breytt mataræði sínu í kjölfar þess að greinast með krabbamein eða mætt hindrunum. Fjölda marktækra niðurstaðna er lýst. Forspárgildi fyrir meiri upplýsingaöflun hafa konur, 61 árs og yngri, háskólamenntaðir, stunda daglega netnotkun og brjóst sem upprunalíffæri krabbameins. Hjúskaparstaða, búseta eða tími frá greiningu hafa ekki forspárgildi. Samskipti við vini, ættingja eða kunningja eru mikilvægust í upplýsingaöfluninni. Þátttakendur rekast helst á upplýsingar um fæðubótarefni og lækningajurtir í auglýsingum, dagblöðum og tímaritum á prenti og á netinu. Um 30% þátttakenda gúgglaði við leit af ásetningi að upplýsingum um mataræði. Erfiðast var að finna vandaðar, traustar og áreiðanlegar upplýsingar um mataræði og erfitt að velja þær vegna ofgnóttar á netinu. Upplýsingarnar eru oft misvísandi, flóknar og erfitt að skilja þær. Sérverslanir með fæðubótarefni og lækningajurtir virðast mikilvægur vettvangur upplýsingaöflunar en miklum meirihluta þátttakenda (68%) finnst mikilvægt að ræða við heilbrigðisstarfsfólk um notkun fæðubótarefna og lækningajurta. Um 38% þátttakenda telja að neysla fæðubótarefna og lækningajurta hafi áhrif á verkun lyfja. Um 23% telja sig taka áhættu með neyslu fæðubótarefna og lækningajurta og 9% telja að fæðubótarefni og lækningajurtir geti læknað krabbamein. Á þeirri skoðun eru þátttakendur sem ekki eru daglegir netnotendur. Þeim sem greinast með krabbamein er bent á gildi lífsstílsbreytinga til að minnka áhættu á endurkomu sjúkdóms. Samkvæmt rannsókninni breyttu 43% þátttakenda mataræði í kjölfar krabbameinsgreiningar. Þátttakendur neyttu að jafnaði oftar fæðubótarefna og lækningajurta í kjölfar krabbameinsgreiningar í samanburði við fyrir greiningu. Flestir tóku inn lýsi og dagleg neysla D-vítamíns jókst úr 17% í 27% eftir greiningu á krabbameini.

Samþykkt: 
  • 16.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26157


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing ihh.pdf306.19 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Ingibjörg Halldóra Halldórsdótti-okt2016.pdf2.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna