is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26158

Titill: 
 • Hvað útskýrir breytingu á verðmati greiningardeilda? Breyting á verðmati greiningardeilda á N1, Eimskip og Högum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari meistararitgerð var framkvæmd rannsókn þar sem verðmöt fjögurra greiningardeilda á Högum, Eimskip og N1 voru skoðuð. Markmiðið með rannsókninni var að útskýra breytingar á verðmötum á frá desember 2011 til og með júlí 2016. Skoðuð voru 106 verðmöt sem greiningardeildirnar hafa gefið út. Upplýsingum úr verðmötunum var safnað saman, þ.e.a.s niðurstöðu verðmats, aðferðafræði og þróun á helstu forsendum sem koma til álita við verðmat fyrirtækja.
  Einnig var farið yfir þróun á tekjum, rekstrarhagnaði og framlegðarhlutföllum hjá þessum félögum til að meta áhrif þeirra á niðurstöður verðmata greiningardeildanna. Skoðað var þróun markaðsverðs og fylgni þess við verðmöt greiningardeildanna yfir tímabilið.
  Breytingar á verðmötum yfir tímabilið og milli útgáfudaga virðist mega útskýra með breytingum á rekstrarhagnaði félaganna. Stóraukinn rekstrarhagnaður Haga og N1 á tímabilinu skilar sér í hækkandi verðmötum frá greiningardeildunum. Lítill vöxtur á rekstrarhagnaði Eimskips skilar sér í litlum breytingum á verðmötum greiningardeildanna.
  Mat á vegnum fjármagnskostnaði lækkar í öllum tilvikum, sem skilar sér í hækkandi verðmötum. Lækkunina virðist mega útskýra með lækkandi mati á kostnaði eigin fjár sem útskýrist að hluta með lækkandi áhættulausum vöxtum á tímabilinu. Vísbendingar eru einnig um að greiningardeildirnar hafi dregið úr notkun á einu eða fleiri áhættuálagi við mat á kostnaði eigin fjár með CAPM líkaninu.
  Nokkur fylgni virðist vera milli þróunar á hlutabréfaverði félaganna og verðmötum greiningardeildanna. Verðmöt greiningardeildanna virðast í fæstum tilvikum leiða verðbreytingar heldur bregðast fjárfestar á markaði hratt við í kjölfar þess að félögin birta ný uppgjör. Nokkuð sterk fylgni er á milli verðmata fyrir sambærileg félög milli greiningardeildanna og almennt ekki mikill munur á útgefnum verðmötum, að því gefnu að þau miði við sama ársfjórðungsuppgjör.

Samþykkt: 
 • 16.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26158


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvad_Utskyrir_breytingu_a_verdmati_greiningardeilda.pdf5.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Ragnar.pdf311.58 kBLokaðurYfirlýsingPDF