is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26162

Titill: 
  • Mannauðsstefna og gildi fyrir Skaftárhrepp
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefnið snerist um að útbúa mannauðsstefnu fyrir sveitarfélagið Skaftárhrepp og velja gildi sveitarfélagsins með starfsmönnum þess. Í því fólst einnig að semja áætlun um móttöku nýrra starfs¬manna.
    Ekki var til mannauðsstefna fyrir sveitarfélagið Skaftárhrepp og hafði sveitarstjórnin hug á að bæta úr því. Gagnaöflun fór fram með fjölbreyttum hætti. Rýnihópur fór yfir drög að stefnunni, lagði til breytingar og kom með ábendingar. Gildi sveitarfélagsins voru valin á vinnufundi með starfsmönnum en þar komust þeir einnig að sameiginlegri niðurstöðu um lýsingu á hverju gildi fyrir sig. Jafnframt var útbúin móttökuáætlun fyrir nýliða ásamt gátlista til að tryggja að hugað sé að öllum þáttum þegar nýr starfsmaður mætir til starfa.
    Afrakstur verkefnisins er mannauðsstefna sveitarfélagsins Skaftárhrepps sem sam-þykkt var á fundi sveitarstjórnar 16. júní 2016. Önnur afurð þess eru fjögur gildi sem starfsmenn völdu sér, þ.e. jákvæðni, heiðarleiki, samheldi og sveigjanleiki, auk nánari lýsingar á þeim. Loks er afraksturinn áætlun um móttöku nýrra starfsmanna með skil-greindum ábyrgðaraðilum og gátlisti henni til stuðnings.

Samþykkt: 
  • 16.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26162


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Björk Haraldsdóttir.pdf867.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf46.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF