en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/26166

Title: 
  • is Vörumerkjastjórnun. Greining á kostum og göllum þess að reka tvö vörumerki á sama markaði
Submitted: 
  • October 2016
Abstract: 
  • is

    Fyrirtæki geta í dag notað sér margar leiðir til að reyna að auka sölu og vonandi hagnað.
    Ein þeirra leiða er að koma sér upp fleiri en einu vörumerki á sama markaði. Markmið þessara rannsóknar er að gera grein fyrir þeim kostum og göllum sem fylgja því að stjórna mörgum vörumerkjum á sama markaði. Ásamt þeim leiðum sem hægt er að fara. Þar má einna helst nefna að breikka línuna, framlengja vörumerki eða setja á laggirnar nýtt vörumerki. Þegar vörumerkin í eigu fyritækis eru orðin mörg skiptir máli að koma upp skipulagi á stjórnun vörumerkjanna. Það má gera með því að búa til vörumerkjamöppu utan um vörumerkin. Algengustu form á hönnun vörumerkjamöppu eru vörumerkjahús, Undirvörumerki, Blönduð vörumerkjastefna, Stuðningsvörumerki og Hús af vörumerkjum. Þegar komið er með nýtt vörumerki skiptir aðgreining miklu máli. Aðgreining á vörumerkjum í eigu fyrirtækisins er mikilvæg til að koma í veg fyrir að skörun geti orðið á milli þeirra. Hægt er að aðgreina vörumerki með fjórum algengum leiðum. Það er aðgreiningu á innihaldi , eiginleikum, þjónustu og kerfi. Rannsókn var gerð þar sem skoðað voru umbúðir og hillu hlutdeild á kaffimarkaðnum og alifuglamarkaðnum. Rannsókn þessi var gerð í tveimur verslunum Bónus og einni verslun Krónunnar. Skoðað var hvaða skilaboð vörumerki eru að senda. Ásamt því hvort hilluhlutdeild var meiri eftir því sem vörumerki eða tegundir sem framleiðendur bjóða upp á voru fleiri. Leitast var svara við tveimur rannsóknar spurningum, 1. Hverjir eru kostir og gallar þess að reka tvö eða fleiri vörumerki á sama markaði? 2. Getur fyrirtæki notið ávinnings af því? Helstu niðurstöður voru að kostirnir eru þó nokkrir. Þar má einna helst nefna möguleiki á aukningu markaðshlutdeildar, samnýtingar auðlinda og stærðarhagkvæmni ef rétt er hugað að rekstri nokkura vörumerkja. Gallar við rekstur margra vörumerkja á sama markaði fela í sér aukinni hættu á skörun á milli vörumerkjanna sé stefna þeirra ekki skýr. Einnig getur vörumerkjavirðið þynnst út ef að breikkun línunnar eða framlenging vörumerkis veldur neytendum vonbrigðum. Séu þessir kostir og gallar teknir til greina eru auknar líkur á að ávinningi fyrirtækja með tvö eða fleiri vörumerki á sama markaði

Accepted: 
  • Sep 19, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26166


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Vörumerkjastjórnun. kostir og gallar við að stjórna tveimur eða fleiri vörumerkjum á sama markaði.pdf3.82 MBOpenHeildartextiPDFView/Open
yfirlysing eae.JPG1.71 MBLockedYfirlýsingJPEG