is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26177

Titill: 
 • Erfðir og ættgengi heila- og mænusiggs og erfðafræðileg tengsl milli sjálfsofnæmissjúkdóma
 • Titill er á ensku Genetics and heredity of Multiple sclerosis and genetic correlation in autoimmune diseases
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Heila- og mænusigg (Multiple sclerosis, MS) einkennist af eyðingu ónæmiskerfisins á mýelíni sem umlykur sima taugunga miðtaugakerfisins. MS er í meðallagi arfgengur sjúkdómur og erfðafræðirannsóknir hafa bendlað breytta virkni ónæmiskerfisins við sjúkdóminn í mun ríkari mæli en galla í líffræði miðtaugakerfisins. Margir erfðabreytileikar sem hafa áhrif á áhættuna á MS hafa verið tengdir áhættunni á mörgum sjálfsofnæmissjúkdómum og sjálfsofnæmissjúkdómar almennt, deila mörgum erfðaþáttum sín á milli.
  Í þessu verkefni var arfgengi og ættlægni MS á Islandi staðfest og mæld. Erfðafylgni milli sjálfsofnæmissjúkdóma sem rekja má til algengra einbasabreytileika var kortlögð milli flestra algengra sjálfsofnæmissjúkdóma með því að reikna fjölgena áhættuskor fyrir 150,656 Íslendinga, byggt á gögnum úr stórum alþjóðlegum rannsóknum. Þetta leiddi í ljós að erfðafræðilega mynda sjálfsofnæmissjúkdómar skyldleikaklasa sem gróflega samsvara myndun sjálfsofnæmismótefna í sjúkdómunum. Frumkomin gallskorpulifur (Primary biliary cirrhosis, PBC) og MS voru ólíkir öðrum sjúkdómum sem prófaðir voru. PBC sýndi erfðafylgni við flesta sjálfsofnæmissjúkdóma, óháð mótefnamyndun, en MS sýndi litla fylgni við aðra sjúkdóma en PBC, en tengslin þar á milli voru afar sterk.
  Samgreining tengslagreiningargagna (meta-analysis) íslenskra, sænskra, norskra og fjölþjóðlegra sjúklingaúrtaka, sem samtals töldu 21,171 sjúkling og 371,388 einstaklinga í samanburðarhópum, leiddi í ljós sex nýja erfðabreytileika sem líklega hafa áhrif á áhættuna á að fá MS. Út frá sterkri erfðafylgni milli MS og PBC voru einbasabreytileikar tengdir PBC valdir í úrtak og fylgni þeirra við MS prófuð sérstaklega. Þetta leiddi í ljós sjö nýja breytileika til viðbótar sem tengdust marktækt áhættunni á að fá MS. Fylgni við þessa breytileika þarf þó að staðfesta í óháðu úrtaki.

 • Útdráttur er á ensku

  Multiple sclerosis (MS) is a disease caused by the destruction of the myelin sheet surrounding axons of the nerve cells of the central nervous system by the immune system. MS is moderately heritable and genetic studies have linked defects in immune functions with the disease to much greater extent than neuronal defects. Many single nucleotide polymorphisms (SNPs) that affect the risk of MS have been associated with multiple autoimmune diseases and autoimmune diseases in general have been found to share multiple susceptibility variants.
  In this project, the heredity and familial aggregation of MS in Iceland was confirmed and quantified. Genetic correlation between the most common autoimmune diseases was mapped based on polygenic risk scores calculated for 150,656 Icelanders using data from large international studies. Genetically, autoimmune diseases were found to cluster based on common presence or absence of autoantibodies in disease. Primary biliary cirrhosis (PBC) and MS were different from other autoimmune diseases. PBC showed genetic correlation with most autoimmune diseases tested, independent of cluster, whereas MS showed little genetic correlation with any other disease than PBC, the two being highly correlated.
  A meta-analysis of Icelandic, Swedish, Norwegian and international MS cohorts, in total 21,171 MS patients and 371,388 controls, revealed six novel sequence variants that confer risk of MS. Based on the strong genetic correlation between PBC and MS, candidate SNPs associated with PBC were selected and tested for association with MS. This revealed seven additional sequence variants that associate with MS. These associations have yet to be confirmed in an independent sample.

Samþykkt: 
 • 23.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26177


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurgeir Ólafsson_Thesis_hand_in.pdf3.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing so.pdf361.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF