is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26179

Titill: 
 • Einelti á vinnustað : hvernig geta atvinnurekendur komist hjá því að einelti viðgangist á vinnustað? Hefur vinnustaðamenning einhver áhrif?
 • Titill er á ensku Workplace bullying : How can employers avoid the consistent pattern of bullying in the workplace? Does organizational culture have any effect?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Einelti á vinnustað er fyrirbæri sem fyrirfinnst í einhverri mynd á flestum vinnustöðum. Einelti er aldrei af hinu góða, það hefur neikvæð áhrif á þolanda, geranda, samstarfsfólk og fyrirtækið sjálft. Afleiðingar af einelti eru t.d. minna vinnuframlag geranda, þolanda og samstarfsfólks, sem tekur einnig á sig auka álag vegna fjarveru þolanda. Þunglyndi, kvíði og streita geta einnig gert vart við sig hjá þolanda. Einelti getur fylgt kostnaður fyrir fyrirtækið sem og ímynd þess getur skaðast.
  Markmið ritgerðarinnar er að komast að því hvernig fyrirtæki geti komist hjá því að einelti fái að viðgangast á vinnustaðnum og hvort að vinnustaðamenning eigi einhvern þátt í því.
  Fræðileg nálgun var á efni ritgerðarinnar þar sem stuðst var við kennslubækur, fræðibækur, reglugerðir og lög og efni af internetinu. Einnig var notast við þrjár megindlegar rannsóknir sem settar voru í samhengi við íslenskt samfélag. Eigindleg nálgun var í formi viðtala við vinnusálfræðing sem höfundur fann á vef Kompás.
  Niðurstaða ritgerðinnar er sú að til að einelti fái ekki að viðgangast á vinnustað þá verða atvinnurekendur að skapa siðferðislega og jákvæða vinnustaðamenningu þar sem atvinnurekandinn er fyrirmynd starfsfólksins. Tíðni þeirra sem verða fyrir barðinu á einelti á vinnustöðum er í kringum 20%. Rannsóknir sýna einnig fram á að í 56% tilfella eru það yfirmenn sem eru gerendur í eineltismálum á vinnustöðum.

Samþykkt: 
 • 26.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26179


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HeidaOspArnadottir_BS_lokaverk.pdf2.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna