is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26184

Titill: 
 • Lundabúðaplágan
 • Titill er á ensku The puffin store plague
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um að Íslendingar sækist ekki lengur í miðborg Reykjavíkur til þess að versla sökum einsleitrar verslunar og þjónustu. Svokallaðar „lundabúðir“, eins og þær eru stundum nefndar, hafi breytt ásýnd miðborgarinnar og gert hana óspennandi fyrir almenning.
  Vörur skapandi greina eins og list og hönnunarvörur hafa ótvírætt menningarlegt, efnahagslegt og samfélagslegt gildi. Því er vert að skoða þau áhrif sem brotthvarf slíkra verslana hefur á miðborgina og að hvaða leyti þróun verslunar er bundin við framboð og eftirspurn. Markmið þessarar ritgerðar er að rannsaka að hvaða marki lundabúðir hafa tekið yfir helsta verslunarsvæði miðborgarinnar og rutt verslunum, sem selja afurðir skapandi greina, út af svæðinu.
  Frumgagna var aflað með eigindlegri og megindlegri rannsókn. Verslunareigendur og erlendir ferðamenn voru spurðir álits í þeim tilgangi að fá sem réttasta mynd af raunstöðu verslunar í miðborginni. Helstu niðurstöður gefa til kynna að lundaplágan sé raunveruleg: lundabúðum hefur fjölgað á meðan verslanir sem selja íslenskt handverk, list og hönnun, eiga í vök að verjast. Ástæðurnar eru flóknar. Spila markaðsöflin, framboð og eftirspurn, þar lykilhlutverk. Þau hafa áhrif á leiguverð sem og þróun þess hvernig verslanir koma inn á svæðið. Skipulagsmál og lokanir gatna í miðborginni hafa sín áhrif. Lokanir gatna takmarka ákveðinn hóp frá svæðinu. Borgarskipulag segir aðeins til um hvernig skipting milli verslunar, þjónustu og annarar starfsemi skal háttað en ekki hvernig tegund af smásölu skal vera á svæðinu. Aukið framboð og eftirspurn eftir ódýrri, innfluttri, fjöldaframleiddri minja- og gjafavöru hefur því eitt og sér ekki áhrif á ryðja í burtu list- og hönnunarvöru úr miðborg Reykjavíkur.

 • Útdráttur er á ensku

  Tourism is Iceland’s fastest growing industry. Increased amount of tourist based shops in the city center of Reykjavík has become a social discussion and a debate among the locals. The aim of this research study was to find out if tourist shops (i. Lundabúðir) have a dominant market share in the city center and if they are pushing Icelandic creative art products out of the market zone.
  To reach a conclusion we briefly took a look at the history and pre-development of tourism in Iceland. We look at older studies in the field of tourism in Iceland and look up economic statistics as well. The research mixed using both qualities research method and quantitative research method.
  Our results suggest that tourist shops and cheap, mass produced souvenirs are not collectively pushing creative art products out of the market zone in the city center. How ever there are other factors that play a key role, such as competition over store fronts, urban and town planning, restriction in the area and increased amount of hotel buildings in the shopping area. Hence, the main challange is on political, social and economic terms. Our study offers insight and further understanding on the impact of increased toruism.

Samþykkt: 
 • 26.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26184


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hafsteinn_Eyland_BA_Lokaverkefni.pdf1.61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna