Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26187
Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf hjúkrunardeildarstjóra sem starfa á Landspítala til vinnuumhverfisins á spítalanum. Markmiðið með því var öðlast ákveðna innsýn í vinnnumhverfið frá þeirra sjónarhóli sem er gagnlegt innlegg í gagnrýna umræðu um stjórnun og það umbótastarf sem framundan er á spítalanum.
Nálgunin byggði á eigindlegri aðferðafræði og var stuðst við aðferð grundaðrar kenningar. Þátttakendur voru sex hjúkrunardeildarstjórar, þeir voru valdir með fræðilegu úrtaki og tók hver þeirra þátt í einu hálfstöðluðu viðtali. Megin niðurstöðurnar eru þær að vinnuumhverfið á Landspítalanum hefur þróast á jákvæðan máta ýmsan hátt síðast liðin 15-20 ár. Niðurskurður til spítalans var megin hvatinn að þessum breytingum og átti þátt í að leggja grunn verðmætamati dagsins í dag með áherslu á ábyrgð, samstöðu og árangur.
Síðast liðin ár hefur jafnframt verið lögð áhersla á að skapa heilbrigt vinnuumhverfi og gegna hjúkrunardeildarstjórar hlutverki leiðtoga innan þessa umhverfis á spítalanum. Leiðtogahættirnir sem þeir styðjast við eiga það sameiginlegt að rækta jákvæð tilfinningatengsl við starfsfólkið. Þessi tengsl voru fyrst og fremst ræktuð með stuðningi. Í ljós kom að hugtakið stuðningur er margræðið hugtak og hjúkrunardeildarstjórum tamt að veita stuðning með margs konar hætti. Ákveðinn angi innan vinnuumhverfsins („smákóngaveldið“) hefur farið varhluta af framtíðarsýn um heilbrigt vinnuumhverfi, rætt er um orsakir þess og afleiðingar og hvað sé til ráða.
Lykilhugtök: Hjúkrunardeildarstjórar, millistjórnendur, leiðatogahættir, stjórnendur heilbrigt vinnuumhverfi.
ABSTRACT
The purpose of this study (“One cannot always be everyone’s best friend; one has to take difficult decisions”: The work environment at Landspítalinn from the standpoint of nurse managers) was to survey the attitudes of nurse managers employed at Landspítalinn towards the work environment at the hospital.
The objective of the study was to shed light on the attitudes of nurse managers towards their work environment at the hospital. The aim was to elicit conditions-based knowledge and understanding of the work environment, thereby providing useful input into the discourse on hospital administration.
The approach was based on qualitative methodology and was supported by grounded theory. The participants were six nurse managers selected via theoretical sampling, each of whom participated in a semi-standardised interview. The main results were that the work environment at Landspítalinn has developed favourably over the last 15-20 years. At the outset, hospital budget cuts were the main incentive for these changes, laying the foundation for the present value assessment, with emphasis on responsibility, solidarity, and results.
In recent years, emphasis has also been placed on creating a healthy work environment of the type seen abroad. The results of the study show that nurse managers play a leadership role within this environment in the hospital. The leadership practices on which they rely are all based on cultivating positive emotional relationships with employees. These relationships are cultivated primarily through support. It came to light that “support” is a complex concept and that nurse managers provide support in many different ways. A segment of the work environment (characterised by a tendency to be motivated by opportunism and personal ambition rather than holistic thinking) has become disconnected from the vision of a healthy work environment, and the repercussions of this and possible responses to it are discussed.
Key words: Nurse managers, middle management, leadership practices, managers in a healthy work environment.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
LindaBjornsdottir_MA_lokaverk.pdf | 1.65 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Verkið er lokað um tíma vegna viðkvæmra upplýsinga