is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26188

Titill: 
  • Auðlindir og eignarréttur : samanburður á sjávarútvegsauðlind og öðrum auðlindum í íslenskri lögsögu með tilliti til eignarréttarhugtaksins og gjaldtöku ríkisins.
  • Titill er á ensku Natural resources and property rights.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um auðlindir sem geta talist vera og eru í eigu íslensku þjóðarinnar. Litið er sérstaklega til þeirra auðlinda sem geta talist verðmætar og eru takmarkaðar. Farið verður yfir gjaldtöku vegna auðlindanna og skilgreint hvað í þeim felst með tilliti til skilgreiningar á skattheimtu annars vegar og þjónustugjöldum hins vegar. Horft verður sérstaklega til jafnræðisreglu stjórnarskrár vegna auðlinda og sérstaklega varðandi jafnræði aðila innan sjávarútvegsins. Lög nr. 74/2012 eru sérstaklega skoðuð í þeim efnum. Þá er eignarréttur aðila skilgreindur með það fyrir augum að komast að því hvernig sá réttur hafi myndast á auðlindum sjávar og hvernig löggjafinn líti til eignarréttar við setningu löggjafar er snýr að aflaheimildum. Löggjafinn hefur litið sérstaklega til gjaldtöku til handa eiganda sínum, þ.e. íslensku þjóðinni, þegar kemur að auðlindum sjávar en fremur horft til þjónustugjalds þegar kemur að öðrum auðlindum. Þannig hefur mismunandi viðhorf endurspeglast í löggjöf. Farið er með aflaheimildir á allan hátt eins og um eign sé að ræða, allar helstu skilgreiningar eignarréttar eiga við og af þeim eru greidd þau gjöld sem lög kveða á um. Samt sem áður er litið svo á að 1. gr. fiskveiðilöggjafarinnar girði fyrir það að handhafar aflaheimilda geti litið á aflaheimildir sem sína eign.

Samþykkt: 
  • 27.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26188


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML_SigursveinnThordarson_skemman.pdf1.66 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Verkið er lokað um tíma að ósk höfundar.