Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26194
Niðurdráttarlíkön eru gjarnan notuð við ákvarðanatöku um nýtingu jarðhitaauðlinda og aukin nákvæmni þeirra gæti jafnframt stuðlað að hagkvæmari nýtingu auðlinda. Megintilgangur þessa verkefnis er að bera saman einfalt flæðislíkan, byggt á lögmáli Darcy, við hið hefðbundna tanklíkan til ákvörðunar niðurdráttar á lághitasvæðum. Lekt spilar lykilhlutverk í flæðislíkaninu og geta áhrif hennar verið breytileg með tíma og þrýstingi í kerfinu. Nokkrar aðferðir til ákvörðunar lektarstuðuls eru skoðaðar; sú einfaldasta gerir ráð fyrir að stuðullinn sé föst tala en þær flóknari gera ráð fyrir að stuðullinn sé fall af tíma og niðurdrætti. Líkönin eru öll keyrð með sömu framleiðslugögnum og borin saman við sömu niðurdráttargögn. Sýnt er fram á að flæðislíkan, byggt á lögmáli Darcy, er vel samanburðarhæft við tanklíkan og jafnvel hentugra til langtímaspár.
Drawdown models are often used for decision making purposes, and increasing their accuracy might furthermore increase both financial and energy efficiency. The purpose of this thesis is to compare a simple one dimensional flow model, based on Darcy's law, with a more conventional lumped parameter model (LPM) for drawdown simulation in low temperature geothermal areas. One of the key parameters in the flow model is permeability which may vary with time and pressure. A couple of methods to determine permeability are taken into consideration; the simplest being a constant number and the more complex being a function of time and drawdown. The models are all run with the same production data and compared to the same measured data. It is shown that a flow model, based on Darcy's law, is quite competitive against the LPM and even more suitable for long term future prediction.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
msc_gudlaugur_final.pdf | 1,25 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Image.jpg | 476,78 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |