Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26195
Markmið þessa verkefnis var að útskýra og kanna grundvöll fyrir mögulegri uppsetningu á hjólaleigukerfi innan Reykjavíkur. Meðal annars með því að kanna aðstæður innan borgarinnar, áhuga almennings, mögulegar staðsetningar á slíku kerfi auk þess sem gefin var hugmynd um væntanlegan stofn- og rekstrarkostnað á hjólaleigukerfi innan Reykjavíkur. Til að ná fram markmiðum verkefnisins var spurningalistum dreift bæði til almennings og ferðamanna. Í listunum var spurt um væntanlega notkun á slíku kerfi, greiðsluvilja og almennan áhuga. Í gegnum spurningalistann var einnig grenslast fyrir um heppilegar staðsetningar fyrir leigustöðvar hjólaleigukerfis í Reykjavík. Auk þess var farið yfir fyrirliggjandi reynslu annara af uppsetningu hjólaleigukerfa í borgum og hún yfirfærð á tilfelli Reykjavíkur. Ransóknin leiddi í ljós að töluverður áhugi virðist vera á uppsetningu hjólaleigukerfis í Reykjavík, auk þess sýndi hún áhugaverðar niðurstöður varðandi notkunarmynstur væntanlegra notenda. Rannsóknin sýndi einnig að staðsetningar leigustöðva innan Reykjavíkur myndi hafa áhrif á væntanlega notkun á hjólaleigukerfi innan borgarinnar. Einnig kom fram að veður og tíðarfar spila stórt hlutverk í afkomu hjólaleigukerfa en gera má ráð fyrir því að rekstrartímabil hjólaleigukerfis í Reykjavík yrði að öllum líkindum bundið við hluta úr ári. Geymsla og viðhald hjólakerfis í borginni gæti orðið nokkuð kostnaðarsamt vandamál vegna takmarkaðs rekstrartíma. Ferðamenn myndu að öllum líkindum vera burðarstólpi í rekstri hjólaleigukerfis auk auglýsingasölu. Hinn almenni borgari sá helst fyrir sér að nota hjólaleigukefi í Reykjavík til skemmtunar en ekki sem eiginlegt samgöngutæki á milli skóla, vinnu eða heimils.
The aim of this project was to explain and explore the basis for the possible installation of a bicycle sharing system in Reykjavik. Among other things the conditions within the city, public interest, the possible implementation of such system as well as the expected capital and operating costs of a bicycle sharing system in Reykjavik was studied. To achieve the objectives of the research questionnaires were distributed both to the public and tourists. The questionnaries aimed at finding the potential use, the willingness to pay and general interest in bicycle sharing system in Reykjavik city. The questionnaires also inquired the appropriate locations for rental stations in a possible bicycle sharing system in Reykjavík city. In addition, the existing experience of implimentation of bike sharing systems in other cities was reviewed and transferred to the case of Reykjavik. The research revealed a considerable interest for an installation of a bicycle sharing system in Reykjavík and it showed interesting results regarding usage patterns of prospective users. The study also showed that the locations of the possible rental stations in Reykjavik city would affect the potential use of the system within the city. Weather conditions plays a significant role in the success of bicycle sharing systems but it is expected that the operational period of a bicycle sharing system in Reykjavík would probably be bound to a partion of a year. Storage and maintenance of the system could become quite costly problem because of the
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Daði Hall_MS_Hjól.pdf | 2,64 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
image1.JPG | 310,82 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |