is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26197

Titill: 
  • Athugun á aflögun ísganganna og yfirborðshraða á Langjökli
  • Titill er á ensku Examination of deformation of the ice tunnel in Langjökull and surface velocities close to the tunnel
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Árið 2015 hóf Sif Pétursdóttir mælingar til að fylgjast með aflögun ísganga í Langjökli og í þessari ritgerð er þeim mælingum fylgt eftir. Einnig voru gerðar mælingar á skriðstikum til að fá yfirborðshraða Langjökuls, verkefni sem er í umsjá Finns Pálssonar. Þremur nýjum mæli punktum var bætt við aflögumælingarnar frá Sif. Sá fyrsti er staðsettur framan við þann stað þar sem göngin skiptast í tvennt. Annar punktur er staðsettur í hjarni og sá síðasti í jökulís. Aflögunarmælingar sýndu að í fyrsta punktinum þar sem farg er lítið ofan á göngunum og umferð manna og tækja mikil höfðu göngin víkkað lítillega. Aflögunarmæling í hjarninu sýndu enga breytingu og þriðji punkturinn, í jökulísnum, var sá eini sem sýndi örlitla aflögun ganganna. Niðurstöður úr yfirborðs hraðamælingum sýndu lítilega hraðaaukningu miðað mælingar fyrra árs. Niðurstöðum þessarra tveggja mælinga, yfirborðshraða og aflögunarhraða, eru gerð skil og þær settar í samhengi við aðstæður.

Samþykkt: 
  • 3.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26197


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerd_DG_loka2.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
fylgiskjal_skemman.pdf144.36 kBLokaðurYfirlýsingPDF