is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26198

Titill: 
  • Algengi og eðli kyngingarvanda á hjúkrunarheimilum
  • Titill er á ensku Prevalence and nature of dysphagia in nursing homes
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Heilkenni sem leggjast frekar á eldra fólk hafa mörg hver áhrif á kyngingu. Skert kyngingargeta getur bæði haft í för með sér áhrif á versnandi heilsu og dregið úr lífsgæðum. Aukin þekking og meðvitund á bæði algengi og eðli kyngingarvanda aldraðra getur orðið til þess að þeir einstaklingar sem glíma við slíkan vanda fái viðeigandi aðstoð sem þeir annars hefðu ekki fengið.
    Markmið rannsóknarinnar var að athuga algengi og eðli kyngingarvanda á hjúkrunarheimilum og úrræði við vandanum.
    Gagna var safnað með fyrirlögn á The Eating Assessment Tool (EAT-10) skimunarlistanum. 63 þátttakendur af 114 íbúum hjúkrunarheimilisins tóku þátt, 44 konur og 19 karlar, meðalaldur 83,6 ár (miðgildi 85 ár). Öllum 114 boðin þátttaka (58 með óskerta vitræna getu, 56 með skerta vitræna getu og háðir undirskrift aðstandenda), 63 skrifuðu undir upplýst samþykki. Ef heildarskor á EAT-10 var ≥3 var talið að kyngingarvandi gæti verið til staðar. Yale Swallow Protocol var lagt fyrir 19 af 27 þátttakendum sem fengu ≥3 á EAT-10 til að skima fyrir ásvelgingarhættu. Skráðar voru niður upplýsingar um hvort þátttakendur í hjúkrunarrýmum væru á áferðarbreyttu fæði (og þá hvernig breyttu) eða ekki.
    Niðurstöður sýndu að 27 (42,9%) íbúar fengu ≥3 á EAT-10 (M=8,48; sf=5,85; spönn=3-30). Algengustu einkenni kyngingarvandans voru hósti (38,1%), erfiðleikar með vökva og töflur (31,7%) og erfiðleikar við að kyngja fastri fæðu (30,2%). Af 44 íbúum í hjúkrunarrýmum voru 12 (27,3%) á áferðarbreyttu fæði, tveir (4,5%) á maukuðu fæði, sjö (15,9%) á hökkuðu fæði, einn (2,3%) á þykktum vökva og tveir (4,5%) á bæði hökkuðu fæði og þykktum vökva. 11 af þeim 19 þátttakendum sem gengust undir frekara kyngingarmat, stóðust það ekki og voru álitnir í ásvelgingarhættu.
    Niðurstöður benda til að kyngingarvandi sé til staðar á hjúkrunarheimilum og að einnig séu þar einstaklingar í ásvelgingarhættu. Fái einstaklingur með kyngingarvanda ekki viðeigandi greiningu og úrræði getur það bæði verið hættulegt heilsu hans og einnig skert lífsgæði.

  • Útdráttur er á ensku

    Geriatric syndromes often affect swallowing and can cause dysphagia. Reduced ability to swallow can result in both deteriorating health and reduced quality of life. Increased knowledge and awareness of both the prevalence and nature of dysphagia in the elderly can lead to them receiving the proper care they otherwise would not have.
    The aim of the study is to research the prevalence and nature of dysphagia in nursing homes and resources to meet dysphagia.
    Data was collected by presenting The Eating Assessment Tool (EAT-10) screening list. Of 114 residents of the nursing home 63 participated, 44 women and 19 men. The average age was 83,6 years (median age 85 years). All 114 residents were offered to participate (58 with unimpaired cognitive abilities, 56 with impaired cognitive abilities and subject to the signature of a family member), 63 signed an informed consent form. A total score of ≥3 on the EAT-10 was seen as a possible sign of dysphagia. The Yale Swallow Protocol was presented to 19 of the 27 participants with ≥3 on the EAT-10 to screen for risk of aspiration.
    Information on whether or not participants in the nursing home were on a diet of texture modified foods was logged.
    Results showed that 27 (42,9%) residents scored ≥3 on the EAT-10 (M=8,48; sf=5,85; span=3-30). The most common symptoms of dysphagia were coughing (38,1%), difficulties with liquid and tablets (31,7%) and difficulties with swallowing solid foods (30,2%). Of 44 residents in the nursing home, 12 (27,3%) were on a diet of texture modified foods, 2 (4,5%) on pureed foods, 7 (15,9%) on minced foods, 1 (2,3%) on concentrated liquids, and 2 (4,5%) on both minced foods and concentrated liquids. 11 (57,9%) participants did not pass the Yale Swallow Protocol and were found in risk of aspiration.
    Results show that dysphagia is present in nursing homes and that some of their residents do suffer from aspiration risk. If an individual with dysphagia is not diagnosed and treated correctly it can both threaten their health and reduced their quality of living.

Samþykkt: 
  • 3.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26198


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Algengi og eðli kyngingarvanda á hjúkrunarheimilum.pdf6,33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing sg.jpg582,36 kBLokaðurYfirlýsingJPG