is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26201

Titill: 
 • Brottfall úr námskeiði í stærðfræðigreiningu metið með lifunargreiningu
 • Titill er á ensku Surviving Calculus. A survival analysis of dropout from calculus at the University of Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að leggja mat á umfang brottfalls frá inngangsnámskeiði í hagnýtri stærðfræðigreiningu (Calculus IC) við Háskóla Íslands, tímasetningu brottfalls og hvaða þættir spá fyrir hvort nemandi hætti námi eða ekki. Gögnin sem notast var við koma frá Nemendaskrá Háskóla Íslands, kennurum námskeiðsins og stöðuprófi lagt fyrir nemendur við upphaf misseris. Gögnin innihalda alla þá 484 nemendur sem skráðu sig í Calculus IC haustið 2012. Aðeins helmingur nemendanna lauk áfanganum, fjórðungur þeirra hóf ekki nám við áfangann, þrátt fyrir að vera skráðir, og fjórðungur hætti námi. Nemendurnir hættu námi nokkuð jafnt yfir önnina en helmingur brottfallsnemendanna hætti á fyrsta þriðjungi annarinnar.
  Lógítísk aðhvarfsgreining var notuð til þess að kanna hvaða þættir spá fyrir um það hvort nemandi hefji nám í áfanganum eða ekki. Cox proportional hazard líkan var síðan notað til þess að kanna hvaða þættir spá fyrir um það hvort nemandi sem hefur nám, ljúki áfanganum eða ekki og ef hann lýkur honum ekki, hvenar hann hætti. Niðurstöðurnar gefa til kynna að nemendur sem eru ekki með nógu góðan stærðfræðiundirbúning eru líklegri til þess að hætta námi en nemendur sem eru betur undirbúnir. Kvenkyns nemendur eru ólíklegri til þess að hefja nám en karlkyns nemendur en ef konur hefja nám eru þær líklegri til þess að ljúka áfanganum. Nemendur sem tóku stúdentspróf á réttum tíma eru líklegri til þess að hefja nám og líklegri til þess að ljúka áfanganum heldur nemendur sem frestuðu stúdentsprófi. Nemendur sem innrituðust í sína námsgrein sama ár og þeir tóku stúdentspróf eru líklegri til að hefja nám í Calculus IC. Fyrsta árs nemar eru líklegri til þess að hætta í áfanganum heldur en nemar á öðru eða hærra ári.

 • Útdráttur er á ensku

  The objective of this study was to evaluate the extent of dropout from an introductory course in practical calculus (Calculus IC) at the University of Iceland (UI), the time of dropout and which factors predict whether a student drops out or not. The data used in the study is from the Student registration at UI, the teachers of the course and a diagnostic test held at the beginning of the course. The data includes 484 students who registered for Calculus IC during fall semester 2012. Only half of the registered students completed the course, one-fourth did not start the course even though they were registered, and one-fourth dropped out after starting. The dropout is spread over the duration of the course but about half of the dropout happened in the first third of the course.
  Logistic regression was used to analyse which factors predict whether a student started the course or not. A cox proportional hazard model was then used to analyse which factors predict whether students who started the course complete it or not and if they do not complete it, when they drop out. The results indicate that student who do not have proper mathematical foundation are more likely to drop out than students who are have a better foundation. Female students are less likely to start than male students, but if they do, they are less likely to drop out. Students who took Icelandic Matriculation Exams (IME) on time are more likely to start Calculus IC and to complete it than students who delayed IME. Students who entered their major directly after IME are more likely to start the course. First year students are more likely to drop out than students at their second or higher year.

Samþykkt: 
 • 3.10.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26201


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thesis_HrefnaHjartar_DropoutCalc.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Samningur-HH.pdf1.15 MBLokaðurYfirlýsingPDF