is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26203

Titill: 
  • Samanburður á milli heildarúrkomu á og afrennslis af vatnasviði Sandár í Þistilfirði á fimm ára tímabili (2004 - 2008)
  • Titill er á ensku Comparison between total runoff and precipitation on the water catchment of Sandá in Þistilfjörður over a five year period (2004-2008)
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vatnsföllum á Íslandi er skipt í þrjá flokka eftir uppruna árvatns og rennslisháttum í lindár, dragá og jökulár. Vatn er sífellt að breyta um fasa og færast úr einum stað til annars. Þessi hringrás kallast einfaldlega hringrás vatns. Uppruni yfirborðsvatna er í úrkomu sem fellur á land. Sandá í Þistilfirði telst til dragáa en er líka með talsverðum einkennum lindár. Rannsókn þessi fólst í því að skoða heildarafrennsli af og heildarúrkomu á vatnasviði árinnar. Leitast var við að sjá hvort úrkoman sem fellur á vatnasvið árinnar skili sér strax eða tafarlítið til árinnar. Fengin voru hefðbundin afrennslis- og úrkomugögn frá Veðurstofu Íslands. Einnig voru fengin gögn úr HARMONIE veðurspárlíkani Veðurstofunnar en líkanið dreifir úrkomunni yfir vatnasviðið. Úrvinnsla gagnanna fór fram í tölfræðiforritinu R, Matlab og Microsoft Excel. Samspil veðurfars og jarðfræði ræður miklu um rennslishætti vatnsfalla. Berggrunnurinn sem Sandá rennur á er ekki alveg einsleitur. Meirihluti hans er úr basískum og ísúrum hraunum en lítilsháttar er af móbergi á milli hraunlaga, sem gerir það að verkum að jarðlektin er mismunandi á vatnasviði Sandár. Reiknað var heildarafrennsli og heildarúrkoma af vatnasviðinu. Greinileg fylgni var á milli afrennslisins og úrkomunnar og var sú ályktun dregin að langmestur hluti af úrkomunni skilaði sér beint til ána og að endingu til Sandár. Við nánari skoðun á niðurstöðunum kom í ljós að talsverður munur var á magni úrkomu og heildarafrennsli vatnasviðsins um Sandá. Hugsanlega má rekja það til skekkju í fyrirliggjandi gögnum eða við úrvinnslu á þeim.

  • Útdráttur er á ensku

    River streams in Iceland are divided into three categories by their source and river flow into spring-, run-off- and glacialrivers. Water is constantly changing phases and moving from one place to another. This circulation is called the water cycle. The origin of every run-off river is in the precipitation that falls to the ground. The Sandá river in the fjord Þistilfjörður is considered to be a run-off river with considerable spring river qualities. The goal of this research was to find the total runoff of the river and total precipitation that falls on the river catchment. An effort was made to see if the precipitation falling in the river catchment would lead straight into the river. Regular runoff and precipitation data was received from the Icelandic Meteorological Office. There was also received data from the HARMONIE high resolution numerical weather prediction model which distributes precipitation over a catchment area. The processing of the data was done in the statistical software R, Matlab and Microsoft Excel. Weather and geology are in conjunction with each other and it influences the run-off rivers. The substratum which Sandá flows on is not homogeneous. For the most part the substratum is constructed of mafic and ultramafic lavas, but there is a little hyaloclastite in between. This makes the permeability variable in the catchment area.. The total runoff from the catchment as well as the total precipitation that fell onto it was calculated. Clear correlation was between the runoff and the precipitation and it was concluded that most part of the precipitation leads directly into the river. With closer examination of the data it was revealed that considerable difference was in the amount of rainfall and its total runoff from the catchment down the river Sandá. This can possibly be related to errors in collected data or in processing of the data.

Samþykkt: 
  • 3.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26203


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnar Hlynsson.pdf2.75 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_RH.pdf28.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF