Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26204
Uppboðskerfi fiskmarkaða olli byltingu í sölu á fiski á Íslandi þegar það var kynnt til sögunnar og var það mikið hagsmunamál fyrir sjómenn og útgerðir á Íslandi. Þrátt fyrir að ýmsar leiðir hafi verið farnar til að bæta upplýsingaflæði og gagnsæi kerfisins með nýju upplýsingakerfi og heimasíðu þá virðist framboð enn vera sá þáttur sem hefur mest áhrif á verðmyndun sem veldur því að sjómenn og útgerðir virðast ekki vera að fá umbun fyrir bætta meðhöndlun.
Markmið þessa verkefnis var að finna þau atriði sem ættu að koma fram í uppboðslýsingu á fiskuppboðum en eru ekki til staðar. Framkvæmd var þarfagreining þar sem meðal annars voru tekin viðtöl við mismunandi hagsmunaaðila uppboðskerfisins. Einnig var framkvæmd línuleg aðhvarfsgreining á raungögnum sem fengin voru frá Reiknistofu fiskmarkaða hf. og þessi gögn síðan greind til að finna út hvaða þættir það eru sem hafa mestu áhrif á verð á fiskuppboði. Einnig var gert líkan til að spá fyrir um uppboðsverð út frá þeim upplýsingum sem nú eru til staðar í kerfinu.
Í ljós kom að hagsmunaaðilar bentu á þónokkra þætti þar sem bæta mætti upplýsingagjöf í uppboðskerfi fiskmarkaða. Nákvæmni spálíkansins sem fékkst er takmarkað þar sem fleiri þættir hafa áhrif á verðið en fram koma í uppboðslýsingu.
The auctioning system for Icelandic fishmarkets brought a revolution to sale of fish in Iceland when it was introduced and was in the interest of fishermen and fish producers in the country. Even though multiple ways have been tried to improve the flow of information and the transparency of the system with a new computer system and a improved website, the leading factor in price determation is the supply quantity which causes fishermen and fish producers to not get rewarded when they try to increase the quality of their product.
The aim of this study was to find the features that should be in the prospectus Icelandic fish auctions but are not present. To carry out this work a requirement analysis was done for different groups of stakeholders linked to the auctioning system. A linear regression analysis was performed on actual data from Reiknistofa fiskmarkaða hf. (the fishmarkets information center) and the data was analysed to find out which features had the most impact on the price in the fish auction. A prediction model was also created for the auctioning price with the features that were in the current prospectus of the system.
The result of this study is that the stakeholders pointed out quite a few features that might improve the information flow through the auctioning system for Icelandic fishmarkets. The accuracy of the obtained prediction model is limited as more variables effect the price than are available in the current auction system.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
msc_fiskmarkaðir_bjarni_final.pdf | 24.28 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing brh.pdf | 273.85 kB | Lokaður | Yfirlýsing |