is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2621

Titill: 
  • „Ég veit hver ég er og þarf ekki að gera karlmönnum til hæfis.“ Kvennaleit í Kular af degi og Petite Anglaise.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð fjalla ég um leit kvenna að sjálfum sér, mökum og raunverulega heiminum. Við búum í heimi mikillar firringar og því er ekki skrýtið að við týnum okkur í honum. Ég skrifa út frá hugmyndum Irigaray en hún er feminískur heimspekingur en kenningar hennar fjalla mikið um kúgun kvenna í karlaheimi, þær eru háðar þeim líkamlega og andlega. Þá nota ég einnig kenningar Baty, Kundera, Levinas og Baudrillards en þær má allar tengja við kenningu Irigaray. Þegar ég hef farið í gegnum og útskýrt kenningarnar ítarlega þá tengi ég bækurnar Petite Anglaise eftir Catherine Sanderson og Kular af degi eftir Kristínu Marju Baldursdóttur við þær. Þótt bækurnar séu mjög ólíkar eru þær einnig mjög líkar ef skyggnst er undir yfirborðið líkt og ég geri.
    Ritgerðin fjallar fyrst og fremst um sambönd kynjanna og erfiðleikana sem konur mæta oft þegar að þeim kemur, bæði þegar þær reyna að kynnast karlmönnum sem og þegar í sambandið er komið. Hindranirnar koma til vegna þeirra sjálfra; konur þekkja sig og sín takmörk og sína möguleika og óskir ekki nógu vel, vegna makanna; þeir reyna að stjórna konum of mikið, og vegna heimsins sjálfs; það eru til fleiri en einn heimur á tölvuöldinni og oft villast konur inn í og festast í röngum heimi.
    Konur vilja vera í sambandi við menn, þær vilja finna þann eina rétta. Því má líta á makaleit okkar sem eitt stærsta verkefnið í lífinu. Það er of auðvelt að velja rangann maka og það getur haft hrikalegar afleiðingar á líf kvenna. Þess vegna verðum við konur að leita vel og vandlega. Eftir lestur þessarar ritgerðar ættu konur að vera nokkuð vel upplýstar um hætturnar sem leynast víða og þær ættu að vera meðvitaðri um sjálfar sig og þá nauðsyn að láta eigin vellíðan alltaf ganga fyrir öllu öðru.

Samþykkt: 
  • 13.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2621


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Margrét - pdfa.pdf289.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna