is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26210

Titill: 
  • Vinnsla, flutningur og geymsla á frosinni síld: Hitastigsbreytingar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni voru skoðaðar hitastigsbreytingar síldar í gegnum landvinnslu og flutning frá Íslandi yfir í frostgeymslu erlendis. Þar sem hitastig fiskafurða hefur mest áhrif á geymsluþol og gæði afurða er nauðsynlegt að kortleggja hitaprófíl síldar í gegnum ferlið. Mælingar voru gerðar þegar blokkfryst síld var flutt erlendis bæði með frystiskipum og frystigámum. Frystiskip hafa verið lítið rannsökuð og talin veikur hlekkur í flutningskeðjunni. Gerðar voru tillögur til þess að bæta ferlið með því að lágmarka hitaálagið sem afurðin verður fyrir í ferlinu.
    Helstu niðurstöður voru að afurð verður fyrir miklu hitaálagi í landvinnslu þegar hún var geymd í sílóum fullum af 5,8°C heitum sjó. Þetta gerðist tvisvar sinnum í vinnslunni og fór hitastig síldar frá -0,7°C upp í 5°C þegar hún fór í gegnum vinnsluna. Þegar varan var flutt með frystiskipum varð hitaálag bæði við útskipun og uppskipun þar sem afurð var tekin úr kælingu og fór hitastigið upp í allt að -16°C við uppskipun. Hitastigið í frystiskipunum hélst stöðugt ólíkt því sem búist var við en ekki var stillt á næginlega lágt hitastig í flutningum þar sem afurðin var geymd við -22°C í stað -25°C. Veiki hlekkurinn í ferlinu var nýja frostgeymslan í Póllandi en brettin voru geymd þar í 72 daga við -18,5°C sem getur stytt geymsluþol síldar um nokkra mánuði miðað við að hú sé geymd við -25°C.

Styrktaraðili: 
  • AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi
Samþykkt: 
  • 4.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26210


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vinnsla_flutningur_og_geymsla_á_frosinni_síld_Hitastigsbreytingar.pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Finnur_yfirlysing.pdf2.2 MBLokaðurYfirlýsingPDF