Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26211
Í þessari BA-ritgerð eru skoðaðar birtingarmyndir vinnukvenna (griðkvenna) í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar Íslenskar þjóðsögur og ævintýri, bókum I og III. Rannsóknarsaga sagna er skoðuð og rýnt í umhverfi sagna í íslensku (alþjóðlegu) samhengi. Sagt frá tilurð þjóðsagna Jóns Árnasonar og greint nokkuð frá umfjöllun um þjóðsögurnar bæði fyrr og nú. Íslenska bændasamfélagið á 19. öld er skoðað og greint sérstaklega frá grunnþáttum sem varða sagnir, þ.e. boðskap kirkjunnar og þjóðtrúarhugmyndum. Þær sagnir sem liggja ritgerðinni til grundvallar eru goðfræðisögur, draugasögur og galdrasögur, þar sem vinnukonur (griðkonur) koma við sögu. Birtingarmynd vinnukonunnar er síðan greind út frá hugmyndum Ulf Palmenfelts um þau hlutverk sem þeim eru gefin af frásagnaraðilum. Hlutverkin gefa til kynna þær hugmyndir og vðhorf sem ætla má að fólk á 19. öld hafi haft um vinnukonur. Vísbendingar eru um lífshætti og viðhorf, sem falla að skilgreiningu samtímans á þjóðlífi 19. aldar á Íslandi. Það kemur fram að vinnukonur voru undir sterkum aga, þar sem boðskapur kirkjunnar og þjóðtrúin settu þeim þröngan ramma um hegðun og viðhorf.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
vinnukonur_skemman.pdf | 475.82 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_Dagbjört.pdf | 313.89 kB | Lokaður | Yfirlýsing |