is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26212

Titill: 
  • Öðrun og örðun: Um hugtakið að-verða-dýr í verki Gilles Deleuze og Félix Guattari, Þúsund flekar: Kapítalismi og skitsófrenía
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um hugtakið að-verða-dýr úr smiðju frönsku hugsuðanna Gilles Deleuze (1925-1995) og Félix Guattari (1930-1992). Ítarlegustu umfjöllun þeirra um hugtakið er að finna í kaflanum „Að-verða-ákafur, að-verða-dýr, að-verða-ósýnilegur...“ úr verkinu Þúsund flekar: Kapítalismi og skitsófrenía frá árinu 1980. Verkinu má hæglega skipa í sess póstmódernískra verka í ljósi gagnrýni þess á stórsögur módernismans, svosem sálgreiningu og marxisma.
    Dýrið er tákn um hinn, eitthvað annað en manninn, og því er umfjöllun Deleuze og Guattari umfjöllun um annarleika(e. otherness) og öðrun (e. othering). Þeir nota hugtakið til að leysa upp kunnugleg form veruleikans, en slíka upplausn kenna þeir við örðun (e. involution). Það sést einna helst í því að hugtakið að-verða-dýr felur í sér fjölda annara hugtaka svosem að-verða-kona, að-verða-barn, að-verða-öreind o.s.frv. Það er raunverulega tjáningarfrelsið sem er undir í kaflanum um það að-verða-dýr. Þetta er spurningin um það hver eigi tilkall til þess að-verða-ákafur.

    Form ritgerðarinnar er ekki hefðbundið, heldur er það í sjálfu sér rannsókn á þeirri fagurfræði sem Deleuze og Guattari kenna við rísómið (e. rhizome). Ef til vill mætti lýsa ritgerðinni sem ritskýringu en umfjöllunin er skapandi; hún er rannsókn á virkni hugtaksins að-verða-dýr fremur en leit að endanlegri skilgreiningu þess. Álit höfundar er að slíkur lestur sé afar trúr þeirri tegund heimspeki sem Deleuze og Guattari stunda í Þúsund flekum og má t.d. líkja slíkum lestri við snarstefjun í jazztónlist: hér er markmiðið að skoða stefið að-verða-dýr, ekki endilega með því að leika stefið, heldur með því að spinna tilbrigði við það – enda er slík fagurfræði kjarninn í hugmynd Deleuze og Guattari um það að-verða-dýr.

Samþykkt: 
  • 4.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26212


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Marteinn Sindri Jónsson.pdf2.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
SkanniHugvis@hi.is_20160921_131438.pdf23.23 kBLokaðurYfirlýsingPDF